Tuesday, January 31, 2012

Katrín Ólína

Katrín Ólína er einn af þekktari íslenskum hönnuðum. Það kom mér hinsvegar á óvart þegar ég las um að hún er lærður iðnhönnuður hélt hún væri grafískur hönnuður. Eftir nám í Frakklandi var hún að vinna hjá Philippe Starck (hver væri ekki til í það?). Heimasíðann hennar er ótrúlega skemmtileg, hvet ykkur að skoða hana. Ég var aðeins að skoða verkin hennar og set inn smá sem hún hefur gert.




 Bar sem hún gerði í Hong Kong


Teppi sem fást í Spark design

Snyrtistofa og spa. Ég gæti alveg hugsað mér gólf eftir hana. Það mætti samt ekki vera svona "girly", þyrfti að vera hlutlausara


 Verk sem hún gerði í samstarfi við Roshendal

Og síðast en ekki síst fatahengið sem varð fyrir barðinu að hönnunar copy-um.


Monday, January 30, 2012

Finn Juhl - 100 ára

Ja, må du Finn leva, Ja, må du Finn leva,
Ja, må du Finn leva uti hundrade år. 
 
Reyndar lifði hann ekki í hundrað ár en 100 ár eru í dag frá fæðingardegi hans. Eftir 5 vikna skólaverkefni sem snérist um hann, er hann nú orðinn mitt uppáhald! Hann er arkítekt en frægastur fyrir húsgögn sín. Hann er einn af þeim sem komu danskri hönnun á kortið og oft nefndur "faðir danskrar hönnunar" Hann var ótrúlega flinkur með liti, fann upp nýjar samsetningar á húsgögnum og var ótrúlega frumlegur. Hann var módernisti þar sem einfaldleiki og notagildi eru honum efst í huga. Meðal viðfangsefna sem hann fékkst við voru ferðaskrifstofur SAS (þegar þær voru uppá sitt besta og sem flestar) og hannaði og stjórnaði öllu innaní byggingu Sameinuþjóðanna í New York. Markmið hans var að hanna allt til heimilis, hann náði því markmiði þó ekki. Vörur hans fást í Epal. Ég ætla að leyfa verkunum hans bara að tala sínu máli þótt ég gæti eflaust verið hérna til morguns að segja ykkur hverskonar mikilmenni hann sé og áhrif hans á hönnun.
 


 
Fyrirgefið fyrir alltof langan póst...þetta væri bara ekki hönnunarblogg ef mikilmenni eins og Finn fengju ekki mikið pláss :)
Thelma
 
 
 

Sunday, January 29, 2012

it's not how good you are

It's not how good you are it's how good you want to be. Ef þú átt ekki þessa bók, þá beinustu leið útí búð með þig að kaupa hana! Hún er snilld og búin að fylgja með hvert fótmál í dágóðan tíma. Maður er enga stund að renna í gegnum hana. En ég nota hana sem uppflettirit og bara svona til að minna mig á hvað það er sem ég vil.
Thelma

Saturday, January 28, 2012

Macbook límmiðar

 
Hægt að kaupa hérna á 6 evrur.

Hægt að kaupa hérna . Á 12.99 $
 
 Hægt að kaupa hérna á 9.90 $

Fæst hérna á 4.99 $


Og fullt fleira skemmtilegt á netinu...bara googla ;)

Thelma

Friday, January 27, 2012

Föstudagsfjör!

Jæja þá er föstudagur mættur á svæðið ..og landinn í hörkuskapi þó svo það sé hið versta ógeðisveður úti, eða réttara sagt þjóðar-veður íslendinga! Það er nú samt hægt að brosa í gegnum þessa rigningu og þetta rok, jú því það er föstudagur og helgin í startholunum :)

Þessi skemmtilega frétt birtist á helstu fjölmiðlasíðum í morgun um að H&M væri loksins að opna, ásamt Urban Outfitters, McDolands og fl. bandarískum draumum sem við íslendingar bíðum óþreyjufullir eftir að fá á klakann. En það var ekki svo gott á þessum fallega föstudegi heldur voru þetta samnemendur mínir á 2.ári í LHÍ sem stóðu fyrir þessum skemmtilega gjörningi ;)
 

Eigið ykkur nú ljúffenga helgi kæru vinir og um að gera að hafa það últra kósý í þessu veðri, best að halda sig bara inni og baka köku og horfa á góða mynd :)


Margrét




Föstudagur

Gleðinlegan föstudag kæru lesendur...eigið tryllta helgi!

Þessi hljómsveit er svolítið mikið skemmtileg svo getið þið líka búið ykkur til grímur frá þeim fyrir  þennan skemmtilega föstudag sem er í vændum.

 

P.s horfið á gaurinn dansa í þessu videoi, það er skemmtun! 

Thelma

Farmers Market

Ef þig vantar hinn fullkomna kjól sem má nota við öll tækifæri þá er Farmers market með svarið fyrir þig. Ég keypti mér þennan kjól um jólin 2008. Hann er þessi flík sem er svo ótrúlega auðvelt að vera rosalega fín í eða bara smart í vinnunni við lopapeysu og gallabuxur. Ég bara verð ekki þreytt á honum. Hann er þessi fullkomna tímalausa flík. Er lengi búin að velta fyrir mér hvort það sé ekki komin tími á nýjan kjól frá þeim, ég bara get ekki valið litinn. Minn er gulllitaður.






Svo er það þessi ótrúlega fína peysa/ jakki...ohh hvað mig langar í svona. Það vesta er að það á hálft Ísland hana núna þannig að ef ég fæ mér hana þá er það afþví að ég er að flytja erlendis daginn eftir.
Bergþóra hönnuður hjá þeim er svo flík. Ég keypti fermingarfötin mín hjá henni þegar hún var að selja þau í Aurum (jahá börnin góð einu sinni var Aurum skartgripa og fatabúð). Ég máta fermingarfötin reglulega því þau eru ennþá svo flott og ég myndi óska þess að ég myndi passa í þau í dag. Það eru ekki allir sem geta sagt að þeir væru til í að ganga í fermingarfötunum sínum 10 árum síðar. Það sem ég er að reyna að segja. Frábærar tímalausar flíkur!

Thelma

Thursday, January 26, 2012

Jen Stark

Jen Stark er eitthvað annað og meira en margir listamenn. Þvílík þolinmæði og nákvæmnisvinna sem maðurinn getur unnið. Kæmi mér ekki á óvart ef hann væri á mörkum einhverfu.
 


Svona ef þið voruð að velta því fyrir ykkur þá er þetta handskorin pappír!
 Það er gaman að leyfa augunum að flökta um/yfir þetta verk, fram og til baka.



Thelma

Játningar

Að eiga 2.20 cm sæng ef maður slefar í 1,80 (eða yfir) er möst! En núna kem ég með játningarnar (haldið ykkur fast). Á vetrar kvöldum/morgnum eins og þessum þar sem það er vægast sagt stormur úti en maður vill samt hafa ferskt loft í herberginu yfir nóttina skiptir sængin miklu og því síður sængurverið. Þá er SNILLDIN ein að eiga fónnell sængurföt (ég trúi ekki að ég hafi sagt frá þessu). Eins ógeðsleg og þau geta litið út þá eru þau jafn þæginleg. Þau fást í RL moll (rúmfatalagernum) og kosta 2495 kr.



 Thelma

Wednesday, January 25, 2012

Hringa - skartgripir

Ég kom við í Hringu um daginn, skartgripabúð á Laugarveginum til að sjá hvað Inga væri búin að gera. Ég vann með henni í Aurum þannig að ég þekki skartið hennar þaðan. Hún er oft með smágerða fallega hluti en með húmor í. Ég fékk strax samviskubit yfir að hafa ekki komið þanngað inn í langan tíma, hún er með svo mikið af fallegu skarti og það sem er ennþá betra, alveg ótrúlega lágt verð miðað við íslenska framleiðslu (þá er ég ekki að miða við búðirnar sem fá fjöldaframleitt skart frá kína og selja í þúsundatali). Ég mæli með því að þið kíkið þangað. Hennar skart fer klárlega á óskalistann hjá mér!






  


Thelma


Ekkert að gera í vinnunni

 Er ekkert að gera í vinnunni þá er þetta kannski málið.



Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...