Saturday, March 31, 2012

Lucinda Rogers

Ég er, einsog ég hef kannski sagt áður, í barnabókakúrs í skólanum og hef ég verið að grúska í allskonar teiknistílum og rakst ég á listamanninn/konuna Lucinda Rogers. Hún hefur klikkaðan teiknistíl og elska ég skissulegu- í bland við grönnu og feitu pennalínur þvers og kruss útum allt. Hún leikur sér mikið með fjarvíddina í teikningunum og skissar ofaní skissurnar og hendir inn litum þar sem þeir eiga að vera!

Hérna getið þið skoðað og lesið meira um Lucindu Rogers www.lucindarogers.co.uk. Mæli með að kíkja á verkin hennar, þau eru brilllíant!

Hérna eru nokkrar af mínum uppáhalds.. so far
M











Margrét

Friday, March 30, 2012

Hot Chip - Flutes

Hérna er hún komin aftur helgin hin ljúfa!
Þetta lag vil ég tileinka fögrum föstudegi ásamt langþráðu páskafríi! :)

Hot Chip stendur alltaf fyrir sínu, nýtt lag frá þeim „Flutes“ af væntanlegri plötu þeirra „In Our Heads“ sem kemur út 11.júní.

Góða helgi ljúflingar!
M


















Margrét

Wednesday, March 28, 2012

Industrial lighting

Hrá iðnaðarljós finnst mér alveg æðisleg og hafa verið lengi í uppáhaldi og fann ég mjög svo fína síðu sem er með úrval af flottum iðnaðarljósum og öðrum gömlum hlutum, húsgögnum og fleira flott í búið.
Maður hefur séð mikið af þessum iðnaðarljósum að undanförnu, en aldrei finnur maður eða veit um staðinn sem þetta fæst, og ef maður finnur ljósið (veit það er til eitt af þessu í Húsasmiðjunni og Byko) þá eru allir með það sama.

Á síðunni Trainspotters er alveg aragrúi af allskonar ljósum sem henta vel útum allt húsið, og eru þau mörg alveg einstaklega fín. Þetta er jú reyndar í dýrari kanntinum, en einsog ég segi alltaf, þá er góð og flott lýsing ómetanleg!
Ég er strax farin að plana tilvonandi ljós hér heima.



Hérna eru mín uppáahalds..

M






Margrét

Tuesday, March 27, 2012

Louise vinur minn Vuitton

Ég hef almennt ekki fundið mikla þörf eða löngun til að eignast Louis Vuitton vörur. Vissulega eru þær fallegar, ég hef bara ekki fílað hvað það á ekki að fara framhjá nokkrum manni hvaðan varan sé. Ég yrði svo nojuð að ég yrði nú „pottþétt rænd“ ef ég myndi sjást með eina þannig. Þessi veski  heita Alma og hef ég séð hverja einustu erlenda stjörnu með þau (held ég bara). Of shiny fyrir mig. Ég sá konu á röltinu með hana í svörtu/möttu og mér fannst hún fullkomin. Það væri „taskan“ sem ég gæti hugsað mér frá þeim.




Ég væri reyndar alveg game í þessa skó líka ef útí það væri farið. Þegar ég spurði um þá seinasta sumar voru þeir ekki framleiddir í minni stærð...óheppni!





Thelma

Murmuration

Ég elska þetta video. Ég fékk það sent um jólin og er búin að horfa á það nokkuð oft. Mér finnst það eitthvað svo magical...Ég er allavegana að nota það í innblástur fyrir verkefni sem ég er að gera núna. Vonandi að það verði eitthvað smá töfrandi :) 
P.s það tekur smá tíma að byrja.



Og þessi mynd fær að fylgja með því hún minnti mig á video-ið og varð til þess að ég ákvað að vinna út frá fuglunum.

Thelma


Sunday, March 25, 2012

F'ið

Ég setti inn færslu fyrir svoltlu síðan um PCV rör, eða með öðrum orðum, skólprörin, hversu sniðug þau eru til margs brugs og að ég væri að vinna með þetta efni í skólaverkefni.
Hér er semsagt úkoman hjá mér, er mjög sátt með hana og væri ég .. jú alveg til í að setja þetta upp í stofunni, ef að hanskarnir myndu halda loftinu betur ;)

Til að útskýra í stuttu máli verkefnið, þá áttum við að hanna og búa til einn bókstaf í human-size og áttum við að nota náttúruleg efni, rusl, afganga eða úr einhverjum hráum efnivið, og ég ákvað að reyna fyrir mér með skolprörin, sem ég síðar komst að þau eru hið skemmtilegasta efni til að vinna með.

Í verkið notaði ég:
plasthanska
neon-grænan múrvír (sem ég elska!)
PCV-rör.

Hér er F-ið mitt.

Margrét




















Barnabók fyrir háttinn

Ég er í æðislega góðum og skemmtilegum barnabókakúrs í skólanum, og hef ég dottið í svakalegt google-fylleríi með aðferðir við barnabækur, myndskreytingar og uppsetningu og langaði mig að deila því hér.
Ég er mjög hrifin af grófum teikningum, skissulega teiknað og málað, krakkalega teiknað (trixið mitt er að teikna bara með vinstri, það kemur alveg ótrúlega skemmtilega út) og mála frjálslega með vatnsmálningu og passa sig að mála útfyrir línurnar. 

Ég er semsagt búin að ákveða hvernig stíl ég mun vinna barnabókina mína útfrá - skal henda inn myndum af henni þegar hún er tilbúin :)

Hérna kemur smá brot af google-search'inu












Margrét.

Eames...just because

Eames...just because.
Ég og Magga vorum búnar að finna link á ebay sem seldi þá á viðráðanlegu verði. Ég er í mikilli klípu. Mig langar svo í svona stól með tréfótum en þeir hrynja víst auðveldlega í sundur (frá starfsmanni sem seldi eitt sinn þessa stóla). Á maður að hunsa þetta og vera ready með skrúfjárnið eða WHAT TO DO?













Thelma
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...