Friday, November 30, 2012

Lúxusvandamál

Lúxusvandamál á þessum bæ. Ég tók mér frí frá öllu áfengi og sukki í mánuð eða svo...á sama tíma er ég að vinna á smíðaverkstæðinu í skólanum og hef ég sett mér þá reglu að vera aldrei í hælum á verkstæði, það passar hreinlega ekki (fyrir utan öryggissjónarmið) og þá heldur ekki að vera stífmáluð. 4 vikur liðnar í þessum verkstæðis kúrs og ég er að klikkast á því að hafa ekki valið að vera í hælum og stífmáluð, eiginlega þrái ég ekkert heitar. En ég er þrjóskari en anskotinn (stundum). Pinterest hefur því fengið að finna fyrir því seinustu dagana og fátt annað en make-up og hár tips skoðuð. Hérna fáið þið smá bút :) Bókin Hárið kemur líka sterkt inn!







 Thelma

Caroline Gomez

Caroline Gomez er eigandi þessarar búðar. Ansi fallegar vörur sem hún hefur hannað og gæti ég vel hugsað mér þessar tvær.

Vörur hennar eru gerðar í takmörkuðu upplagi en hún vinnur með óunnin efni og handverkshefð. Verkum hennar eru oft líst sem naumhyggju (minimalist) og ljóðræn.



Heimilið hennar er ennþá fallegra...

 




Thelma

Tuesday, November 27, 2012

The appartment

„The appartment er danskt fyrirtæki sem sýnir fallega hönnun og list. Þær Tina og Pernille vonast til þess að þessi síða verði staður sem fólk komi aftur og aftur á til að sækja innblástur fyrir áhugaverða hönnun.“

Það er vissulega margt um fallega hluti þarna og skemmtileg innlit til fólks koma inn mánaðarlega.
Ég tók saman hluti sem mér þykir áhugaverðir frá þeim.





 





 Thelma

Monday, November 26, 2012

Mix Tape USB Drive

Þetta er nú svolítið sæt jólagjafa-hugmynd fyrir ykkur love birds þarna úti og ágætis verð. Varan fést hérna.



Thelma

OYOY - danskt hönnunarfyrirtæki

Ég rakst á þessa búð á leið minni um heima alnetsins. OYOY er danskt merki eins og nafnið gefur til kynna, en það er fengið með því að allar flugvélar eru merktar mér 2 upphafsstöfum sem standa fyrir hvert land, fyrir Danmörk er það OY (fyrir Ísland er það TF), skemmtileg hugmynd.

Hönnunin hjá þeim er mjög Skandinavisk, hágæða vara með áherslur á form, virkni (function) liti og einstök efni.  Eins og þau segja hafa þau mikinn áhuga á Japanskri hönnun sem sést í vörum þeirra.

Þau leggja mikinn metnað í myndatökur og uppstillingu á vörum þeirra. Eina sem mér finnst neikvætt er að þessir kertastjakar hafa verið framleiddur af næstum öllum betri hönnunarfyrirtækjum og er orðið ansi þreytt þótt það sé vissulega fallegt.






Thelma

Saturday, November 24, 2012

Anne ten Donkelaar - Vöruhönnuður

Anne ten Donkelaar er Hollenskur hönnuður fædd árið 1979. Hún lærði 3D vöruhönnun við Utrecht school of The Art í Hollandi. Mér finnst verkin eftir þessa konu svo rosalega falleg og draumkend.









Thelma

Friday, November 23, 2012

Íþróttafatnaður

Ég hef þurft að endurnýja íþróttafatnaðinn minn (ekkert endalaust töff að vera í handboltafötunum) en díses kræst hvað það er ógeðslega dýrt! Ég á líka við vandamál að stríða, sem er að geta ekki verið í hvaða merki sem er (ohh jáhh snobb). Hef prófað minn skerf að H&M vörunum og þær eru bara ekki nægilega góðar, því virðist Nike og Adidas vera það eina sem kemur til greina hjá mér.

Ég fékk mér nýja skó í sumar eiginlega bara afþví að mér fannst þeir svo flottir , ég átti ágæta asics skó en sannfærði sjálfan mig um að það væri nauðsynlegt að eiga skó til skiptanna (réttlætingarþjónustan). Þessir skór eru eiginlega bestu kaup sem ég hef gert í langan tíma svo mjúkir Langaði að benda ykkur á þá svo þið getið verið eins töff og comfy og ég í ræktinni.


 

Á þessa bleiku hægra megin og heita þeir Nike free en þeir eru einsog allt annað truflaðslega dýrir hérna eða 24.900. Ég mæli með því að þið athugið hvort þeir séu ekki einhverstaðar á betra verði á netinu. 

Það er misjafnt verðið á vörunum hérna á Íslandi en ef maður gefur sér tíma þá er hægt að fá fínar vörur í Sport direct, Smáratorgi á lægra verði en í öðrum búðum. Myndirnar hér að neðan eru fengnar af Nikeverslun.is




Thelma



Glimmer hnífapör

Ég get ekki ákveðið mig hvort þessi hnífapör séu ógeðslega, skemmtileg, hallærislega cool eða hvað, ég flakka á milli. En ég held þau eigi sínar góðu stundir sem gætu verið tildæmis gamlárskvöld.




Ég væri til í að endurhann þessi hnífapör og gera svona glimmer hnífapör. Skil ekkert í mér að hafa ekki dottið það í hug fyrr.

Þessi hnífapör fást hérna - Leif shop ásamt mörgum örðum skemmtilegum munum.

Thelma

Bohemian overload - Innlit

Gerald Decock - hárgreiðslu-og myndlistamaður er bara með þetta. Ég elska svona fólk, sem hefur heimili sín svona litrík, ögrandi og skemmtilega öðruvísi. Ég gæti ekki búið í þessu en þetta er samt vissulega áhrifaríkt. Þetta minnir mig smá á heimili þeirra sem erum með svettið við Elliðárdal (ef þið hafið ekki prófað það þá er það mögnuð lífsreynsla sem þið ættuð ekki að láta framhjá ykkur fara).








Thelma 


Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...