Thursday, January 31, 2013

Hnattar órói

Ég er skammarlega léleg í landafræði, en mig langar svo að vera góð. Þannig að reglulega skoða ég kort til að reyna að bæta úr því, ég þarf eflaust góðan hnött eða stórt landakort í herbergið mitt. Ég var nú ansi hrifin af þessum þegar ég sá hann. Kostar „bara“ 30.000 þús og því þurfa þessi kaup að vera vandlega úthugsuð.



Þetta eru fimm hnettir sem eru eftirlíkingar af gömlum hnöttum, þeir heita Tellus mobil og fást hérna.

Thelma

Wednesday, January 30, 2013

Philippe Starck safapressa

Það fer smá í taugarnar á mér ef til hönnunar er litið, hlutir sem virka ekki. Samanber safapressuna frægu frá Philippe Starck sem er til á 50% heimilum. Ég vil ekki vera útundan og langar því líka í hana, en ég vil þá fara all inn og eiga hlut sem virkar bara algjörlega ekki og fá safapressuna gullhúðaða. Sýran í appelsínunni eða sítrónunni nefnilega eyðileggur gyllinguna, þá fyrst er þetta orðið stofustáss.

Thelma

SO BY SONJA

Ég fekk í jólagjöf ótrúlega fallegan kertastjaka frá SO by SONJA, og finnst mér þeir algjör snilld, sætir, skemmtilegir og með mikinn karakter ... ef svo má segja. Svo er ég algjör sökker fyrir flottum og frumlegum pakkningum, sem þeir koma í. Fallegum og látlausum taupokum.

Hlakka til að bæta við fleirum í safnið mitt :)



























/Margrét




Happy lights

Happy lights eru alveg æðislega falleg ljós/ ljósasería sem eru hönnuð í Belgíu. Ég hef rekist á þau hérna í Svíþjóð á nokkrum heimilum og þau eru alltaf jafn falleg og gera svo margt fyrir heimilið. Held þau væru fullkomin til að gera mitt litla herbergi hérna úti aðeins meira huggulegt í skammdeginu. Það skemmtilega við þau er að maður getur valið boltana sem fara á ljósin og því gert sitt eigið ljós eða keypt tilbúnar einingar. Ljósin fást meðal annars í Ólátagarði, en þar er hægt að velja kúlur.













Thelma

Garnstudio

Ef þið eruð í prjónahug þá er þetta síðan til að kíkja á og finna allskonar fínar uppskriftir.

Ég hef reyndar ekki ennþá prufað að prjóna neitt eftir þessum uppskriftum, en mamma er í þessum töluðu að prjóna handa Páskari litla ofurkrúttlega heimferðarpeysu, og segir hún að þetta sé minnsta málið.



Hér eru nokkrar sem ég væri til í að prjóna, ef ég kynni það eins vel og mamma :)






 Peysan sem mamma er að prjóna :)





















/Margrét




Tuesday, January 29, 2013

Stelton - svartir hnífar


Þetta er alveg fullkomið hnífasett - svo fallegt. Það er frá Stelton og heitir Pure black knifes.

Thelma

Innlit







Þetta þykir mér fallegt. Fengið af Desire to inspire 

Thelma 

Sunday, January 27, 2013

Babyroom / Þríhyrningar DIY

DIY er alltaf skemmtilegt og drepur tímann ef það er ekkert að gera inni í ömurlegu veðri :)

Mig langaði að mála barnaherbergið með einhverjum kósý lit tilþess að fá smá hlýju og google-aði ég allskonar sniðugt sem hægt er að gera sjálfur og tekur ekki langan tíma. Ég rakst á þessa snilld HÉR , þetta er í raun tilbúnir þríhyrninga límmiðar sem þú setur saman einsog þig listir. Ég ákvað að mála þetta sjálf og er það líka ofureinfalt! ... keypti stenslaplast og teiknaði upp þríhyrning og skar út fyrir stensil. Mála því næst á vegginn. VOILA! tilbúið. :)




(afsakið lélegar símamyndir)
















/Margrét

Saturday, January 26, 2013

Antíkmarkaður í Svíþjóð

Ég fór á einn ansi magnaðann antíkmarkað í dag, fyrir mig er ansi bara vægt til orða tekið. Ég hef aldrei komið í svipaða búð. Húsið sem virkaði svo lítið að utan var svo með endalausum krókum og kimum og allstaðar leyndust hinir fögru gersemar. Ég var smá overwhelmed því þetta er  það sem mér finnst skemmtilegast að skoða. Ég fór tómhent heim en ég lofa að gera það ekki aftur, ég varð bara aðeins að átta mig á aðstæðum og verðinu, sem var í meira lagi stillt í hóf. Þessi staður er í klukkutíma akstri frá Gautaborg, þannig að ef þið eigið leið um er þetta ekkert óvitlaus staður að staldra á (ég hef reyndar ekki hugmynd um nafn né staðsetningu).

Ég tók nett andköf þegar ég sá þetta stell, því miður enginn bolli í réttri stærð.







Afsakið gæðin á myndunum, aðeins lélegar símamyndir.

Thelma

Stylt - sænsk hönnunarfyrirtæki

Ég kom af ansi áhugaverðum og full af innblæstri eftir fyrirlestur í dag frá sænsku fyrirtæki sem heitir Stylt. Það sér um að innrétta allskonar staði, þó aðallega hótel, veitinga- og kaffihús. Ég held að þau komist sjálf ansi vel að orði um hvað fyrirtækið er „Stylt work based on the idea that the story of the company/brand is a valuable identity asset and the most valuable brand resource. With storytelling as it’s base, a powerful resource in the form of a tactile brand is created. Based on this, cross-border solutions can be created by architects, interior designers, artists and communicators.“

Hönnuðirnir hjá þeim eru ansi hæfileikaríkir í að endurnýja hluti og nota þá á nýjan og skemmtilegan máta. Ég mæli með að skoða síðuna þeirra enda nóg að sjá.








Ljósið hérna neðst finnst mér algjörlega truflað og svo einfalt að gera það sjálfur fyrir lítinn pening. Bara byrja að gera mat sem þarf mikið pestó og safna krukkunum :)

Thelma
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...