Thelma
Monday, April 29, 2013
Facon facon skartgripir
Ég hef áður minnst á íslenska ljósmyndarann Hörð Ingason sem er að gera það gott í Köben. Ég var að skoða heimasíðuna hans í kvöld og rann augun í þessa sjúku skartgripi og var ekki lengi að fletta þeim aðeins meira upp. Merkið heitir facon facon og er eftir danska skartgripahönnuðinn Charlotte Christina Larsen en hún kláraði gullsmíðanámið í köben árið 2011 með fyrstu einkunn. Hún er klárlega einhver sem ég ætla að fylgjast með og óska mér svo sem einn eða fleiri grip eftir hana.
Friday, April 26, 2013
Kérastase sjampó fyrir fólk með há kollvik eða þunnt hár (eins og ég)
Ég á við það hvimleiða „vandamál“ að vera með ótrúlega há kollvik, alveg álíka og hjá eldri manni þar sem hárið er farið að þynnast mikið og einnig er ég með þunnt hár. Þetta fer mismikið í taugarnar á mér en eftir að ég fékk verður af þessu Kérastase sjampó ákvað ég að þetta yrði ég að prófa. Ég er búin að vera að nota þetta í meira en einn og hálfan mánuð. Nudda hársvörðinn vel með sjampóinu og leyfi því að stand í 3-5 mín, allt með ráðleggingum frá hárgreiðslukonu hérna í Svíjaríkinu. Árangurinn, jú ég er ennþá með þessu háu kollvik en ég er ekki frá því að þunnu hárin sem ég var með þarna hafa lengst og aukist. Á meðan mér líður þannig hlýtur það að vera jákvætt.
Sjampóið heitri Kérastase - Specifique, Energising shampoo targeting thinning hair. Það er nákvæmlega það sama og á myndinni hérna fyrir neðan.
Thelma
Sjampóið heitri Kérastase - Specifique, Energising shampoo targeting thinning hair. Það er nákvæmlega það sama og á myndinni hérna fyrir neðan.
Thelma
Wednesday, April 24, 2013
Nostalgíu plast skór
Mér þykir mjög gaman að renna yfir Asos og sjá hvað er í gangi. Þvílík nostalgíu tilfinning sem kom yfir mig þegar ég sá þessa skó, ég get ekki gert upp við mig hvort þeir séu ógeðslega cool eða bara alls ekki. Það er eitthvað sem segir mér að það sé gaman að hlaupa um í þeim á góðviðrisdögum og annað sem minnir mig á að það er ógeð að svitna í plasti. Mig dreymdi um að eignast þessa skó þegar ég var lítil og ég man ennþá þegar þeir voru keypti í Austurríki þegar ég var 8 ára og ég fékk að fara í þeim útað borða við blómakjólinn minn.
Af eða á?
Thelma
Af eða á?
Thelma
Sunday, April 21, 2013
Blúndu innblástur
Þetta er svo rómantískt og fallegt.
Svona blúndur fást núna á ágætisverði t.d í IKEA eða H&M home
Thelma
Svona blúndur fást núna á ágætisverði t.d í IKEA eða H&M home
Mac kinnalitir - aldrei aftur limited edition?
Ég lenti í því að allt í einu voru allir kinnalitirnir mínir búnir á sama tíma og það sem verra var að uppáhalds liturinn minn sem hafði bara verið gerður í takmörkuðu upplagi var að klárast. Þetta er litur sem allar vinkonur mínar keyptu á sínum tíma og allar keyptum við byrgðir þegar við fréttum að hann yrði ekki til endalaust. Ég fór í Mac til að finna einhvern álíka en ég bara fann engan og fór hálf leið heim. Það er þá sem google hæfileikarnir mínir fá að njóta sín og núna eru tvö stykki á leiðinni til mín. Ég og Margrét vorum að ræða þessa óþægindarstöðu og þá barst í tal að kannski væri bara best að kaupa upplagið, 12 stk. Okkur þótt reyndar fullgróft að eyða 30.000 kr í kinnalit en ég hef tekið gleði mína á ný að þurfa ekki að spá í þessu lúxusvandamáli lengur (í bili að minnsta kosti).
En til að rokka hlutina aðeins upp og fagna sumrinu kom þessi Peaches líka með. Núna er ég sátt!
Sá lærdómur sem má draga af þessu er að versla aldrei limited edition í snyrtivörum. Eða hvað?
Thelma
Það er þessi flirt & tease sem var bara gerður í ákveðnu upplagi. Mjög dökkur og þarf að fara varlega þegar hann er borin á, en svo fullkomin fyrir kvöldförðun.
Ég er lítið að breyta útaf vananum og 3 skiptið sem ég kaupi þennan Pink swoon, hann er svo fínn fyrir dagsförðun
En til að rokka hlutina aðeins upp og fagna sumrinu kom þessi Peaches líka með. Núna er ég sátt!
Sá lærdómur sem má draga af þessu er að versla aldrei limited edition í snyrtivörum. Eða hvað?
Thelma
Friday, April 19, 2013
Bleikir ilmar
Mitt fyrsta uppáhalds ilmvatn var Lovely frá Sarah Jessica Parker (ég er með fáránlegt craving í bodylotion og sturtusápuna en hún er ekki framleidd lengur :S), ég notaði það í mörg ár þangað til ég skipti því út fyrir Marc Jakobs ilmvatn Daisy Eau So Fresh og frá því lá leiðin í Channel Eau tender, það er samnefnari með öllum þessum ilmvötnum, flöskurnar eða grafíkin er alltaf bleik. Undirtónarnir eru alltaf blómkenndir en mis sterk ilmvötnin.
Ég sá um daginn ilmvatn í sölubæklingnum í vinnunni minni, Chloé og heitir Love. Flaskan var svo girnileg og ilmvötn sem ég hef áður fundið frá þeim mjög góð. Ég er því mjög spennt fyrir þessum ilm. Ég byrjaði að googla og fann æðislega síðu sem segir frá hvaða ilmir eru í öllum mögulegum ilmvötnum. Ég fann mína gömlu ilmi og sannreyndi með þessum og þeir áttu bara ansi vel saman. Flaskan er kannski ekki bleik en kemst nálægt því. Ég mæli með því að þið skoðið þessa síðu ef þið hafið áhuga á að komast að því hvað er í ykkar ilmum eða ilmvötnum sem ykkur langar í.
Ef þið hafið einhverja reynslu af þessum Chloé ilm meigið þið endilega deila því hérna með mér :)
Ég sá um daginn ilmvatn í sölubæklingnum í vinnunni minni, Chloé og heitir Love. Flaskan var svo girnileg og ilmvötn sem ég hef áður fundið frá þeim mjög góð. Ég er því mjög spennt fyrir þessum ilm. Ég byrjaði að googla og fann æðislega síðu sem segir frá hvaða ilmir eru í öllum mögulegum ilmvötnum. Ég fann mína gömlu ilmi og sannreyndi með þessum og þeir áttu bara ansi vel saman. Flaskan er kannski ekki bleik en kemst nálægt því. Ég mæli með því að þið skoðið þessa síðu ef þið hafið áhuga á að komast að því hvað er í ykkar ilmum eða ilmvötnum sem ykkur langar í.
Ef þið hafið einhverja reynslu af þessum Chloé ilm meigið þið endilega deila því hérna með mér :)
Thelma
Thursday, April 18, 2013
SAS coffie pot - með vinnuvistfræði í huga
Samviskubitið fer með mig þegar mér tekst ekki að blogga með reglulegu millibili. Ég og Margrét höfum bara staðið báðar í ströngu uppá síðkastið, vonandi er okkur fyrirgefið. Þennan póst hef ég ætlað að klára lengi en er kannski smá viðeigandi að ég klári hann núna þegar ég er að koma heim eftir endurnýjun á flugskýrteni mínu.
Ef þið ferðist mikið um heiminn ættuð þið að þekkja þessa vöru. Hún er hönnuð af svíjunum Sven-Eric Juhlin og Maria Benktzon árið 1987 með svokallaða vinnuvistfræði í huga og var hönnuð af ósk SAS. Þar sem ég starfa sem flugfreyja á sumrin hef ég einmitt oft velt fyrir mér með þessa könnu hvað hún er fullkomin í það sem hún er ætluð, ólíkt mörgu öðru um borð í vélum (það væri góð og löng ritgerð). Þessi kanna er hönnuð með umhverfi flugliða í huga, það til að mynda sullast ekki úr þessum potti þar sem það er "sullu" stoppari. Hann fer vel í hönd og þyngdarpunkturinn á könnunni er réttur, þegar kannan er full heldur maður efst í handfangið en færir svo hendina niður á við eftir því sem tæmist úr henni. Það er til að mynda mjög auðvelt að rétta úr hendinni niður á við án þess að sulla, sem er mjög mikilvægt enda getur verið erfitt að halda á könnu í 90 gráður halla í langan tíma. Ástæðan fyrir sporöskjulaga botni er sú að það er auðveldara að rétta hendina fram með fulla könnu og reynir sem minnst á úliðinn. Þessi kanna er notuð í yfir 30 fyrirtækjum og er til sýnist á Moma museum svo eitthvað sé nefnt. Ég skil eiginlega ekki afhverju hún er ekki í almennri sölu.
Kannan á vinstri myndinni er eins og hún var en hún þótti of þung og ómeðfærileg. Frábær þegar svona vel tekst til.
Hérna er viðtal við hönnuðina á sænsku ef þið viljið meiri upplýsingar.
http://www.designarkiv.se/Film1/SVF000097/
Thelma
Ef þið ferðist mikið um heiminn ættuð þið að þekkja þessa vöru. Hún er hönnuð af svíjunum Sven-Eric Juhlin og Maria Benktzon árið 1987 með svokallaða vinnuvistfræði í huga og var hönnuð af ósk SAS. Þar sem ég starfa sem flugfreyja á sumrin hef ég einmitt oft velt fyrir mér með þessa könnu hvað hún er fullkomin í það sem hún er ætluð, ólíkt mörgu öðru um borð í vélum (það væri góð og löng ritgerð). Þessi kanna er hönnuð með umhverfi flugliða í huga, það til að mynda sullast ekki úr þessum potti þar sem það er "sullu" stoppari. Hann fer vel í hönd og þyngdarpunkturinn á könnunni er réttur, þegar kannan er full heldur maður efst í handfangið en færir svo hendina niður á við eftir því sem tæmist úr henni. Það er til að mynda mjög auðvelt að rétta úr hendinni niður á við án þess að sulla, sem er mjög mikilvægt enda getur verið erfitt að halda á könnu í 90 gráður halla í langan tíma. Ástæðan fyrir sporöskjulaga botni er sú að það er auðveldara að rétta hendina fram með fulla könnu og reynir sem minnst á úliðinn. Þessi kanna er notuð í yfir 30 fyrirtækjum og er til sýnist á Moma museum svo eitthvað sé nefnt. Ég skil eiginlega ekki afhverju hún er ekki í almennri sölu.
Kannan á vinstri myndinni er eins og hún var en hún þótti of þung og ómeðfærileg. Frábær þegar svona vel tekst til.
Hérna er viðtal við hönnuðina á sænsku ef þið viljið meiri upplýsingar.
http://www.designarkiv.se/Film1/SVF000097/
Thelma
Friday, April 12, 2013
Æðislegur veitingarstaður í Köben
Hi alle sammen. Það hefur lítið sést til mín í vikunni, ég sit á námskeiði í Köben allan daginn og froðufelli af þreytu á kvöldin og því lítil orka eftir til að skrifa um eitthvað skemmtilegt. Ég fór hinsvegar á æðislega fallegan veitingarstað hérna í Köben og varð að smella af nokkrum myndum, þvílík fegurð er vart fundin. Ég er til í að blanda þessum stíl við mitt 60's heimili, ég svo sem þrái einn góðan steipuvegg og smá industrial umhverfi með góðum klassískum hlutum.
Bestu kveðjur,
Thelma
Bestu kveðjur,
Thelma
Thursday, April 11, 2013
Taylor Donsker
Ég fæ svo mikinn innblástur af svona Do'erum! Fólk sem hefur virkilegan áhuga á því sem það gerir og lætur verða af því að framkvæma hugmyndir sínar og drauma, og Taylor Donsker er klárlega einn af þeim sem labba labbið og tala ekki bara talið .. (ef það er hægt að íslenska þetta hehe)
Aðeins um hann; þá útskrifast hann 2010 sem arkítekt frá USC School of Architecture, gefst uppá að senda út umsóknir um vinnu við arkítekt og opnar lítið húsgagna-fyrirtæki í bílskúrnum hjá foreldrum sínum þar sem hann smíðar allt sjáfur. Seinna meir opnar hann svo lítið vinnustæði í Santa Monica þegar buisnessinn byrjar að rúlla. Nú í dag er hann mjög eftirsóttur og vinsæll húsgagna-/vöruhönnuður.
Ég fíla svona framtak hjá fólki! ...og er skotin í lömpunum sem hann gerir.
HÉR er smá video af honum að verki, og HÉR er hægt að skoða meir og versla.
Lampinn fíni, bæði sem borðlampi og svo stór týpa af gólflampa
/Margrét
Aðeins um hann; þá útskrifast hann 2010 sem arkítekt frá USC School of Architecture, gefst uppá að senda út umsóknir um vinnu við arkítekt og opnar lítið húsgagna-fyrirtæki í bílskúrnum hjá foreldrum sínum þar sem hann smíðar allt sjáfur. Seinna meir opnar hann svo lítið vinnustæði í Santa Monica þegar buisnessinn byrjar að rúlla. Nú í dag er hann mjög eftirsóttur og vinsæll húsgagna-/vöruhönnuður.
Ég fíla svona framtak hjá fólki! ...og er skotin í lömpunum sem hann gerir.
HÉR er smá video af honum að verki, og HÉR er hægt að skoða meir og versla.
Lampinn fíni, bæði sem borðlampi og svo stór týpa af gólflampa
/Margrét
Saturday, April 6, 2013
Subscribe to:
Posts (Atom)