Tuesday, June 25, 2013

Line & Jo - undurfagurt skart

Ég hef ekki orðið vör við eins mikið af fallegu skandinavísku skarti eins og uppá síðkastið. Óútskýrt hef ég ákveðið að fá mér eitthvað fallegt skandinavískt skart og þegar ég er við það að geta ákveðið mig dett ég niður á eitthvað nýtt, spennandi og fallegt.

Ég tengist tilfinningarböndum við mitt skart, þá á ég við það sem er ekki eitthvað skran. Það er svo gaman að eiga fallegt skart eins og mínu tilviki hef ég unnið í mörg ár í skartgripabúð og á því fjöldan allan af gæðagripum. Mishrifin er ég af hlutunum en mér finnst samt alltaf svo vænt um þá því ég veit að á einhverjum tímapunkti var þetta algjörlega málið. Það er svo gaman að draga eitthvað gamallt og fallegt fram.

Nóg um það ég ætlaði að tala um merkið Line&Jo sem er danskt merki stofnað árið 2007. Þær hanna fíngert og mjög fallegt skart. Ég tel þetta akkúrat vera eitthvað sem týpurnar sem fíla Kíru jewellery nema þetta er fíngerðara.

Þær eru með alveg æðislegar búðir í Kóngsins Köben og Stockholm.

 








 Thelma

Wednesday, June 19, 2013

Klong - olíulampar úr kopar

Klong er sænsk merki sem selur olíu lampa sem ég er lengi búin að vera hrifin af. Þeir koma í koparhúðuðu skáli og svo svörtu stáli. Ég hef rekist á þá á veitingarstað hérna í bænum og þeir skapa svo skemmtilega stemmingu auk þess sem þeir minna mikið á olíulampana sem voru/eru í skipum. Neikvæðiparturinn er að þeir eru alveg rosalega dýrir eða um og yfir 20.000 ísk. Ég læt mig því bara en dreyma.




Thelma

Tuesday, June 18, 2013

Vigårda - hin fullkomni veitingastaður í hjarta Stockholms

Ég fór á þennan æðislega veitingastað í hjarta Stockholms - Vigårda fyrir nokkru. Vel staðsettur og ótrúlega fallegur. Mér til enn meiri gleði er staðurinn umhverfisvænn og það tókst líka svona vel til. Ég kem beint úr áfanga í skólanum þar sem ég hef verið að spá mikið í þessum hlutum og gaman að sjá þeirra útfærslu. Fékk meira segja smá svona tilfinningu - dem afhverju datt mér ekki þetta í hug! Það sem er líka svo sniðugt að maður velur t.d hráefnið sem er notað í borgarann, hvernig kjöt og svo framvegis.









Maturinn lítur ekki út fyrir að vera sértaklega mikill en ég gat ekki torgað einu svona. 

Myndirnar eru ekki mínar en ég fékk þær að láni frá eftirtöldum síðum.
Always so hungry
Mogis

Thelma

Bloom fresco high chair

Seint koma sumir ... en koma þó

já það eru sko ár og aldir síðan ég setti inn eitthvað sniðugt hérna á bloggið og er aldeilis komin tími til :)
til að setja fram afsökun fyrir fjarveru minni er litli guttinn minn hann Andreas sem heldur mig svolítið mikið frá tölvunni þessa mánuðina ;) en núna fer að verða meiri tími fyrir hönnunarpælingar og ég mun auðvitað henda því hingað inn.

Við erum/vorum í smá vandræðum með matarstól fyrir litla pjakk þar sem við erum með háa eyju í eldhúsinu þar sem við borðum við og er ekki mikið til að bar-matarstólum fyrir börn. Ég hefði viljað tripptrapp en hann er of lágur og bara maus að setja upphækkun undir hann (vinafólk lét gera svoles) og er það heldur ekki 100% öruggt þar sem hann er ekki hannaður fyrir það.

Svo við ákváðum að skella okkur á Bloom Fresco High Chair og bíð ég spennt eftir að fá hann í hendurnar. Ég valdi hvítann stól með brúnni sessu, hann á sko sannarlega eftir að passa vel hingað inn í hvíta hvíta eldhúsið okkar hehe ;) Þetta á eftir að vekja lukku hjá honum, svoldið erfitt að borða kvöldmatinn þegar litli pjakkur vill vera með en er látin húka á gólfinu á meðan (það er innilega ekki vinsælt).
















/Margrét


Wednesday, June 12, 2013

Design house stockholm

Það er stórhættulegt að búa í stórborg...fyrir veskið, en það fríkkar vissulega heimilið. Þessi æðislegi lampi fylgdi mér alveg óvart heim. Hann var ekkert á plönunum þótt mig hafi lengi langað í hann. Það var bara búið að lækka verðið úr öllu veldi og því er hann minn. Það verður hinsvegar annað mál hvernig ég mun koma honum heim. Ég ákvað að hugsa um borðið í einn dag. Hefði betur getað sleppt því, því að sjálfsögðu er það búið núna. En jæja...það kemur borð í borðs stað right?


Thelma

Saturday, June 1, 2013

Ég á skilið verðlaun

Verkefnaskil og þá fær því miður bloggið að líða fyrir. Því er hinsvegar lokið núna og „nýtt“ líf tekið við. Flutt aftur til Stockholms og þar munu eflaust bíða mín margir spennandi hlutir þótt það hafi vissulega verið smá sorglegt að skilja við Gautaborg og allt það frábæra fólk sem ég kynnist þar, allt með tölu!

Eftir góð verkefnaskil verður að verðlauna sig og það kann ég sko best. Eftir mikla leit og hæfileika í leit á netinu og eiginlega smá uppgjöf þegar það virtist ekki ætla að ganga kom jakkinn minn aftur inná ASOS og kortið fékk smá að finna fyrir því. Þess má geta að ég sendi fyrirspurn á fyrirtækið því ég var staðráðin í að eignast þennan jakka og fyrir ykkur sem hafið áhuga er hann komin inná Just Female síðuna.

Þessi síða er með sjúkum fötum...langar í allt, sérstaklega ef það feitar í svona liti.


Thelma
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...