Saturday, December 31, 2011

Innlit

Ég rakst á svo æðislega flott heimili...svo fallegar myndirnar af því að ég fann að ég varð að deila því með ykkur. Langar í hvern einasta mun á þessu heimili, PANNT EIGA :) Sá þessa grein á Simple blue print, sá svo að það var gestabloggari sem var að skrifa þessa grein, enginn önnur en Today you inspired me en mér finnst bloggin hennar alltaf alveg æðisleg.
Það var fyrirtækið Uxus sem sá um að koma heimilinu í þetta fallega horf. Hérna er meira um íbúðina.
Þetta eru fyrrverandi nágrannar Margrétar í Connecticut (ég segi svona). Það eru Bandaríkjamenn sem eiga heima þarna en þeir áttu heima í mörg ár í Evrópu og vildu blanda saman evrópskum og Bandarískum stíl.
Hérna er heimilið.






Stólarnir eru frá Swarm




 
Hérna er svo beinn tengill á greinina.
Eigandinn er með Eggið, Eames lounge chair, Hella Jongerius sófa, eina sem vantar er sófi frá Finn Juhl.
Ég kemst hreinlega bara ekki yfir það hvað mér finnst þetta fallegt. Nákvæmlega svona verður heimilið mitt þegar ég verð rík :)


Enjoy my friends!

No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...