Monday, August 13, 2012

Memaxi

Ég hef því upplifað að eiga ömmu og afa sem þjást af minnisleysi og búið heima hjá sér. Ég hef séð hvað það getur tekið á eina fjölskyldu að annast þá einstaklinga og hvað það er sem þarf að skipuleggja svo að allir geti fylgst með planinu og því unnið betur sem ein heild um að þeim líði sem best heima hjá sér.
Ég er heppin að það eru ákveðnir snillingar í minni fjölskyldu sem tókst að greina vandann og reyna að vinna lausn á honum svo að aðrir gætu átt betra líf heima hjá sér þó að mínir aðstandendur væru fallnir frá.

„Memaxi kerfið var búið til af einstaklingum sem allir hafa reynslu af því að annast heilabilaða aðstandendur.  Allir áttu það sameiginlegt að hafa leitað að góðri, einfaldri lausn til þess að koma á skipulagi og góðum boðleiðum án árangurs.  Því varð til hópur hjúkrunarfræðinga, forritara, hönnuða og viðskiptafræðinga sem tók höndum saman að búa til kerfi sem myndi gagnast öðrum í sömu sporum.  Memaxi varð lausnin og hjálpar kerfið ekki eingöngu þeim með Alzheimers heldur öllum þeim sem þurfa á minnisaðstoð að halda, s.s. þeim sem eru ekki með skammtímaminni, þeim sem eru einhverfir og þurfa á mikilli reglu að halda og öðrum.“






Thelma


No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...