Sunday, September 30, 2012

Anton Repponen - minn nýji uppáhalds hönnuður

Ohh hvað ég elska stundum netfyllirí. Ég á mér nýjan uppáhaldshönnuð (með mörgum öðrum að sjálfsögðu líka) Anton Repponen.
Hvað er það sem gerir hann að áhugaverðum hönnuð? Fyrir mér er það hvernig honum tekst að „hugsa út fyrir ramman“. Eitthvað sem maður er oft að rembast við að gera í skólanum með misjöfnum árangri. Að gera klukku sem annar hver hönnuður hefur endurhannað og takast að gera hana á nýjan og áhugaverðan hátt á skilið high five. Þegar maður sér svona hönnun þá klárlega veitir hún mér innblástur.
Heimasíðan hans er líka algjör snilld. Hvernig hann setur upp sinn feril í about er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður en samt held ég það auðskillnasta og skemmtilegasta sem ég hef séð!


 
 
OZO úr



OXO úr


O2 úr
Og svo hérna er hvernig hann hefur sett upp um sjálfan sig. Eina sem mér datt í hug að gera til að sína þetta hérna er að gera screen shot. En ég hvet ykkur að kýkja bara á þetta á síðunni hans.







Thelma

Friday, September 28, 2012

Björg skartgripir

Ég hef áður skrifað um Björg skartgripi sem er norsk hönnun og er mjög vinsæl í skandinavíu. Þeir eru hreinlega bara of fallegir. Þegar ég skoðaði síðuna þeirra sá ég að það var komin ný lína sem ég kolféll fyrir!
Mér finnst stílíseringinn hreint út frábær (smá íslenskur fílingur) og skartið algjörlega truflað. Þó að sumt að þessu sé sýningarskart gæti ég alveg hugsað mér að ganga með það.










Ég er hrifnust af þessum hárskartgripum, hálsmenið í því er efst á lista hjá mér auk eyrnalokksins á þriðju mynd.

Thelma



Quirky

Langar að benda ykkur á síðu sem heitir Quirky. Ef þið eruð hönnuðir, áhugamenn um hönnun (geri fastlega ráð fyrir því þar sem þið eruð á þessari síðu) og jafnvel laumið á góðri hugmynd sem við vitið ekki hvað á að gera við þá er þetta mjög sniðug síða. Þar getið þið sent inn hugmyndina ykkar og ákveðið hvort þið fáið feedback frá hönnuðum og gerið svo eitthvað við hugmyndina ykkar sjálf eða að þeir kaupa hana af ykkur og framleiða hana. Þú færð samt einhver söluprósent eftir að hafa selt hugmyndina þína. Á þessari síðu eru seldar vörur sem þeir hafa gert og eru þær einstaklega skemmtilegar. Það sem er líka skemmtilegt í þessu er að það er ekki endilega búið að framleiða allar vörurnar sem þeir sína því það þurfa fyrst ákveðið margir að „kaupa“ hana til að hún fari í framleiðislu. Áhugavert allt saman og hvet ég ykkur til þess að skoða Quirky








Og margt fleira skemmtilegt á Quirky

Thelma

Wednesday, September 26, 2012

Bouquet Final eftir Michel Blazy

 Ég rakst á þetta verk eftir franska listamanninn  Michel Blazy sem hann sýndi í þrettánda aldar safni í Frakklandi. Þar byggði hann stillasa sem voru með sápu og láku á gólfið á meðan safnið var opið.
Svo draumkennt of fallegt.







Myndir eru fengnar af síðunni Frame web

Thelma

Monday, September 24, 2012

Fögur ljós

Veturinn er á næsta leiti og þá er fátt betra en að vera með falleg ljós. Hérna eru nokkrir fallegir.

Egg Bulb eftir Kvein Van Aelst 
Concrete Socket frá NUD

Classic Cord & Socket by NUD

Ropes lamps eftir Christian Haas

Over and out
Thelma 

Thursday, September 20, 2012

How to fold a napkin

Ég datt alveg óvart inná þessi vídeo...en það er nú svolítið gaman að horfa á þau. Eina er að maður þarf þá bara að drífa sig að halda veislur og sýna allt sem maður hefur lært :)


Hann hefur verið duglegur að gera video. Svo krúttuð!
Thelma
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...