Sunday, September 30, 2012

Anton Repponen - minn nýji uppáhalds hönnuður

Ohh hvað ég elska stundum netfyllirí. Ég á mér nýjan uppáhaldshönnuð (með mörgum öðrum að sjálfsögðu líka) Anton Repponen.
Hvað er það sem gerir hann að áhugaverðum hönnuð? Fyrir mér er það hvernig honum tekst að „hugsa út fyrir ramman“. Eitthvað sem maður er oft að rembast við að gera í skólanum með misjöfnum árangri. Að gera klukku sem annar hver hönnuður hefur endurhannað og takast að gera hana á nýjan og áhugaverðan hátt á skilið high five. Þegar maður sér svona hönnun þá klárlega veitir hún mér innblástur.
Heimasíðan hans er líka algjör snilld. Hvernig hann setur upp sinn feril í about er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður en samt held ég það auðskillnasta og skemmtilegasta sem ég hef séð!


 
 
OZO úr



OXO úr


O2 úr
Og svo hérna er hvernig hann hefur sett upp um sjálfan sig. Eina sem mér datt í hug að gera til að sína þetta hérna er að gera screen shot. En ég hvet ykkur að kýkja bara á þetta á síðunni hans.







Thelma

No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...