Friday, December 28, 2012

Fanny bag / Bum bag / Pungur

Bum bag eða fanny bag einsog þetta er kallað á ensku og svo pungur á íslensku er eitthvað sem mig langar rosa mikið í fyrir komandi vor, ég er ein af þeim sem nenni nær aldrei að burðast með tösku heldur tek ég alltaf allt smádótið og held á því öllu ... það verður síðar til vandræða þegar maður er komin af stað, símann í einni, veskið í hinni, varasalvinn, lyklarnir og svo ýmsilegt meir, talandi ekki um þegar það er komið barn í fangið á manni, þá fer smádótið fyrst að vera til vandræða.

Þetta væri því kjörin lausn! ætla klárlega að fjárfesta í flottri fanny bag á komandi ári :)




























/Margrét




NEW YEARS EVE* hárgreiðslur og förðun

Nú fer að styttast í að þetta dýrindis-ár kveðji okkur, og nýtt og spennandi ár taki við :)
Ég er á fullu í að finna mér áramótadress, förðun og greiðslu!! ... og verð ég að segja að það er takmarkað magn til að fínum dressum þegar maður er komin 7mánuði á leið, en þá bara dressar maður sig upp í hárgreiðslu og förðun í staðin ;) Og það er akkúrat sem ég ætla að gera ...

Skellti mér í MAC í dag (fer sjaldan tómhent þaðan út) og fjárfesti í rauðu varalitar-kitti! sem samanstóð af PREP+PRIME lip base, CHERRY varalitablíant, BRAVE RED varalit og READY TO ROAM varagloss! ... og við varirnar ætla ég að skella í rándýra eyeliner-tilraun (þar sem ég næ ALLTAF að klúðra öðru auganu!) en það verður bara æfingarförðun uppá hvern dag þangað til 31.

Greiðslan er síðan annað mál ... er búin að vera að google'a á fullu allskonar fínerí, og einnig kemur margt til greina úr bókinni HÁRIÐ :) svo það ætti ekki að vera mikið mál.

Hérna er það sem ég hef í huga ...
















..og greiðslan


















/Margrét

Thursday, December 27, 2012

Mondaine - svissnesk úr (lestastöðvaklukkunar)

Það var ungur herramaður sem benti mér á þetta úr, sem er ansi fallegt. Það er eins og hinar frægu klukkur sem eru á Svissnesku lestarstöðvunum sem voru hannaðar af Hans Hilfiker og voru hannaðar árið1940.  Mac „stal“ þeim í sínar klukkur (málið hefur hinsvegar verið leist farsællega). Þetta eru ansi falleg úr sem eru gerð af Mondaine


Ég gæti alveg hugsað mér þetta hvíta úr...eiginalega svolítið mikið. Það er komið á minn óskalista, það er líka ágætisverð á því eða um 22 þús ísk.

Thelma

Innlit

Þessi tvö heimili komast ansi nálægt mínum draum.

Þetta fyrsta er að sjálfsögðu sænskt eðal heimili.







Og þetta arkitektaheimili 27 ára kauða er staðsett í São Paulo.








Thelma

Wednesday, December 26, 2012

Gleðilegt jól

Það hefur verið lítið bloggað yfir hátíðirnar. Eins og sönnum nema sæmir var frítímanum eitt í að vinna sem þýðir að ég var sofnuð klukkan 22 á aðfangadagskvöld, mikil skemmtun í mér :)

Ég vil hinsvegar óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þau hafi verið ykkar bestu hingað til. Þakka ykkur fyrir bloggfylgdina á árinu sem er að líða og óska þessu bloggi hamingjuóskir með árs afmæli :) Það er stefnir í viðburðaríkt ár hjá okkur bloggurunum þannig að ég efast ekki um að næsta bloggár verði ennþá betra.



Ykkar Thelma

Tuesday, December 18, 2012

MUST HAVE ársins!!

Þetta er klárlega MUST HAVE ársins, eitthvað sem allir ættu að eiga!
því miður get ég ekki sagt ykkur meir um þessi sniðugheit þar sem 
 síðan er á japönsku, en hægt að skoða betur HÉR




þetta er einum of fínt! ;)
















/M

Acne stígvél

Ég væri svo mikið til í þessi ... Fást hérna, Acne

Thelma

Monday, December 17, 2012

ALVA BRACELET AND NECKLACE

Eitthvað fallegt!
já ég væri til í svona fallegheit í jólapakkann minn :)
By Orly Genger by Jaclyn Mayer

























/M

Friday, December 14, 2012

Type n Walk

Þetta er eitthvað sem ég þarf nauðsynlega!
mér er lífsins ómöglegt að labba á meðan ég skrifa sms, ég meira'að'segja zone-a út á meðan og heyri ekki í neinum eða get ekki talað á meðan ég skrifa þessi stórmerkilegu skilaboð! ;)
HÉR er lausnin!











/M

Louise Roe

Louise Roe er menntaður fatahönnuður en hefur í mörg ár unnið við innanhúshönnun. Árið 2010 stofnaði innanhús- og hönnunarfyrirtæki með áherslu á gæði, fegurð og notagildi.

Ég hef verið að finna fyrir craving í að hressa uppá í kringum mig, fá mér nýja púða og eitthvað gurme fallegt og gott teppi. Þó ég láti þetta aðeins sitja á hakanum þar sem milli landaflutningar standa til hjá mér er ávallt gaman að skemmta auganu og hver veit nema ég fari bara og heimsæki Danaveldið og skelli í svona fagrar vörur.











Thelma
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...