Saturday, July 6, 2013

Brúðkaups - og tækifærisgjöf

Ég skrapp til Íslands í nokkra langþráða daga þar. Aðal ástæðan var brúðkaup hjá frábærum vinum. Ég tel mig þekkja stílinn þeirra ágætlega en ég átti samt í stökustu vandræðum með að velja gjöfina. Ég vil að það sem ég gef eldist vel, sé eitthvað sem brúðhjónin fíla og endilega eitthvað sem tekur ekki heimsins mesta pláss. Ég var nokkuð ánægð þegar ég datt niður á þennan dúk frá HAY. Þau geta þá kannski hugsað fallega til mín eftir 50 ár þegar dúkurinn er búin að fara úr tísku og aftur og lána hann til barnabarnanna.


Vörur frá Hay eru seldar í Epal

Svo eru svona eldhústuskur fullkomnar tækifærisgjafir, eitthvað sem allir þurfa að nota og þessar einstaklega fallegar.


Thelma

1 comment:

Anonymous said...

Mér finnst svo skemmtilegt að kaupa brúðargjafir.

kv .Erla

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...