Tuesday, June 25, 2013

Line & Jo - undurfagurt skart

Ég hef ekki orðið vör við eins mikið af fallegu skandinavísku skarti eins og uppá síðkastið. Óútskýrt hef ég ákveðið að fá mér eitthvað fallegt skandinavískt skart og þegar ég er við það að geta ákveðið mig dett ég niður á eitthvað nýtt, spennandi og fallegt.

Ég tengist tilfinningarböndum við mitt skart, þá á ég við það sem er ekki eitthvað skran. Það er svo gaman að eiga fallegt skart eins og mínu tilviki hef ég unnið í mörg ár í skartgripabúð og á því fjöldan allan af gæðagripum. Mishrifin er ég af hlutunum en mér finnst samt alltaf svo vænt um þá því ég veit að á einhverjum tímapunkti var þetta algjörlega málið. Það er svo gaman að draga eitthvað gamallt og fallegt fram.

Nóg um það ég ætlaði að tala um merkið Line&Jo sem er danskt merki stofnað árið 2007. Þær hanna fíngert og mjög fallegt skart. Ég tel þetta akkúrat vera eitthvað sem týpurnar sem fíla Kíru jewellery nema þetta er fíngerðara.

Þær eru með alveg æðislegar búðir í Kóngsins Köben og Stockholm.

 








 Thelma

No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...