já það eru sko ár og aldir síðan ég setti inn eitthvað sniðugt hérna á bloggið og er aldeilis komin tími til :)
til að setja fram afsökun fyrir fjarveru minni er litli guttinn minn hann Andreas sem heldur mig svolítið mikið frá tölvunni þessa mánuðina ;) en núna fer að verða meiri tími fyrir hönnunarpælingar og ég mun auðvitað henda því hingað inn.
Við erum/vorum í smá vandræðum með matarstól fyrir litla pjakk þar sem við erum með háa eyju í eldhúsinu þar sem við borðum við og er ekki mikið til að bar-matarstólum fyrir börn. Ég hefði viljað tripptrapp en hann er of lágur og bara maus að setja upphækkun undir hann (vinafólk lét gera svoles) og er það heldur ekki 100% öruggt þar sem hann er ekki hannaður fyrir það.
Svo við ákváðum að skella okkur á Bloom Fresco High Chair og bíð ég spennt eftir að fá hann í hendurnar. Ég valdi hvítann stól með brúnni sessu, hann á sko sannarlega eftir að passa vel hingað inn í hvíta hvíta eldhúsið okkar hehe ;) Þetta á eftir að vekja lukku hjá honum, svoldið erfitt að borða kvöldmatinn þegar litli pjakkur vill vera með en er látin húka á gólfinu á meðan (það er innilega ekki vinsælt).
/Margrét
No comments:
Post a Comment