Wednesday, June 20, 2012

Hope - clothes

Ég er vonandi ekki að drepa ykkur með þessum Svíþjóðar-póstum.
Hérna er enn eitt sænska merkið - Hope. Svo undurfagur föt þaðan, eins og með Dagmar, eru fötin frekar dýr, en efnin eru góð og fallegur saumaskapur á flíkunum. Þau eru með svo mikið af fallegum dragtar buxum. Ef ég væri að vinna skrifstofuvinnu eru þetta fötin sem ég myndi vilja klæðast. Það er smá töffaraskapur í þeim en samt viðeigandi. Þetta er sumarlínan þeirra.











Ég elska mörgæsabuxurnar...það er reyndar eitthvað sem ég hef verið hrifin af lengi. En þið getið skoðað meira hérna.

Thelma

Tuesday, June 19, 2012

Michael Kors - úr

Vörur frá Michael Kors eru mjög vinsælar hérna í Svíþjóð. Ég er búin að sjá mjög marga með úr frá honum sem eru úr rósa-gulli. Ef þið þekkið ekki rósa-gull þá er giftingarhringurinn frá ömmu ykkar eflaust úr rósa gulli (ég held ég sé að segja rétt að rósa-gull hafi verið mjög vinsælt þá). Liturinn er sterkari en í gulli. Það eru nefnilega líka tískubylgur í gull-lit. Liturinn er alveg rosalega fallegur og hlýr. Hann ýkir líka upp húðlitinn, einmitt það sem maður vill er það ekki?




Og fleiri úr getið þið skoðað hérna

Thelma

Monday, June 18, 2012

Mac ást vol.100

Ég er svo heppin með hæfileikaríka vini. Einn þeirra býr hér í Stockholm og vinnur í Mac (HÆTTULEGT). Ég var búin að fá vægt ógeð af því að vera alltaf eins förðuð og ákvað að kýkja í heimsókn. Hún sýndi mér svo margt flott og sniðugt að ég verð að koma þangað í áföngum og kaupa. Svo ég fari nú ekki á hausinn.

Þegar hún var að setja á mig augnskugga notaði hún þennan pensil
Mac 217 og sagði að allir yrðu að eiga hann, hann geri alla vinnuna fyrir mann. Hann læddist með mér heim. Þvílíkur munur að nota hann. Algjör snilld!
Svo er það augnskugginn, einhver sem ég hefði aldrei keypt mér en eftir að hann var komin á var no turning back. Hann er fullkomin í sumar. Ferskur og fallegur.



Mac expensive pink.

Thelma

Dagmar - House of Dagmar

Ég er alveg rosalega hrifin af nokkrum flíkum frá sænsku merki sem heitir Dagmar. Flíkurnar eru svo einfaldar og fallegar. En verðið er ekki alveg jafn einfalt, meira svona sky high, gæðin á vörunum virðast samt standa nokkurnvegin undir verði. Ég er allavegana mjög hlynnt því að þessar vörur fari á 50% off og þá kannski mögulega gæti einhver komið með mér heim!






Thelma

Sunday, June 17, 2012

Onkel sofa - Norman Copenhagen

Onkel sofa frá Norman Copenhagen er ...fullkomin. Akkúrat það sem ég gæti séð í verðandi stofunni minni. Einfaldleikinn ræður ríkjum en samt sterk vísun í 60' uppáhaldsstílinn minn. Það er Simon Legald sem hannaði hann en hann er að útskrifast í sumar frá The Royal Danish Academy of Fine Arts. Pannt hafa svona flotta vöru með mér í farteskinu þegar ég útskrifast!...!!!
Um hönnunina segist hann kjósa einfaldleika og að varan eigi að útskýra sig sjálf.




Thelma

Skunk Anansi vinkona mín

Útsölurnar eru byrjaðar hérna í Svíþjóð...ég vil helst bara komast uppí loftið að fljúga þar sem ég get ekki straujað kortið mitt! Mér finnst reyndar hryllilega leiðinlegt að skoða á útsölum en ég fer enga síður út að skoða og finna eitthvað sem mig vantar alveg hrikalega. Óþolandi! ;)

Ég er búin að vera að spila þetta lag ansi mikið uppá síðkastið og langaði að deila því með ykkur...held að allir elski það!



Vonandi eigið þið góða vinnuviku.

Thelma

Wednesday, June 13, 2012

Sunday, June 10, 2012

Hin fullkomna brúðargjöf - Fuglar

Hin fullkomna brúðargjöf er oft vandfundin. Ég hef ætlað að skrifa um þessa fugla í langan tíma en gleymdi því alltaf.

Þeir eru með þeim fallegri sem ég veit um. Ég hef nú ekki verið mikið í því að veita útskornum hlutum mikla athygli en þessir fuglar...jáhh það er bara eitthvað við þá sem mér finnst töfrum líkast. Natnin sem fer í hvern fugl er augljós og handverkið með afbrigðum gríðarlega vel gert. Mér leiðist aldrei að taka þessa fugla úr skápnum og sýna áhugasömum (eða líka bara fyrir sjálfa mig).
Eftir að hafa dáðst að þessum fuglum í dágóðan tíma fór ég að skoða samskonar fugla í bænum og sá að þessir eru bara þeir langfallegustu á markaðinum.
Hver fugl tekur viku til 10 daga að gera og er það Jón sem gerir þá. Frekari deili á honum þekki ég því miður ekki önnur en þau að hann er eldriborgari.
Ég hef gaman að því þegar kúnnar koma sem eru greinilega vel að sér um fugla og deila um hvern fugl, hvaða fugl þetta sé (stendur þó ávallt undir) og hvort lappirnar séu nú ekki einhverjum millimetrum of langir.

Þetta ætti að vera hin fullkomna brúðargjöf (ég er allavegna búin að bíta það í mig). Eigulegur hlutur, tímalaus og íslenskt handbragð.



Fuglarnir fást í Aurum og kosta 24.500 kr.

Thelma

Thursday, June 7, 2012

FORFEX

Hver elskar ekki strigaskó ...þægilegir, töff, everyday-shoes og svo margt margt fleira.
Ég datt inná þessa skó á netrúntinum fyrr í dag og stóðst ekki mátið en að skrifa um þá. Þeir heita FORFEX og eru af því sem ég best veit ítalskt merki. Mjög sérstakir skór og ekki fyrir alla, en ég fíla ævintýraleikann í þeim sem minna mig á pétur pan og eitthvað prinsessuævintýri.
Hægt að skoða heimasíðu þeirra nánar //www.forfex.it


Hér koma mínir uppáhalds ...

M





































Wednesday, June 6, 2012

Aesop

Aesop er snyrtivörufyrirtæki sem hefur uppá að bjóða það besta fyrir húðina þína einsog hún kemur náttúrlega. Hún er nánast 110% náttúruleg, notast við jurtir og nota ekki þessa týpísku anti-oxidants efni sem eiga að hægja á öldrun húðarinnar, fyrren það séu skýrar sannanir fyrir að þau virki. Semsagt ekkert óþarfa rugl í þessum vörum, aðeins það besta. Og síðast en ekki síst eru umbúðirnar svo flottar og minna á gamalt apóteks-stemmningu og efnafræðin áberandi. Verð að viðurkenna að það var það sem seldi mér að skoða þær betur ;)

Hægt að skoða betur á heimasíðunni  aesop.com/uk/ 





M






























Monday, June 4, 2012

Hið fullkomna þvottahús

Mér leiðast heimilsstörf alveg hrikalega og eitt af því er að þvo þvott. Hérna í Svíþjóð er kerfið öðruvísi en heima. Hérna eru allir íbúðar húsins með sameiginlegt þvottahús. Og hver íbúi hefur bara aðgang að þvottahúsinu á vissum tímum. Fyrst fannst mér þetta ömurlegt, ómögulegt að plana þvott framí tímann. En þegar maður er komin uppá lagið með þetta þá er þetta mesta snilld sem ég veit um!

Þetta er tímataflan. Það eru 3 slot yfir daginn. 7-13, 13-17 og 17-21. Hver og einn er með númer og lykil sem passar í númerið. Svo stingur maður bara sínu númeri þar sem manni hentar. Það góða við þetta er líka að það er ekki eitthvað fólk sem getur pantað hundrað slot í einu. Allir eru með jafnan aðgang. En það geta vissulega komið dagar þar sem allir eru að þrífa og panta upp.

Það góða við þetta að á 5 tímum þá get ég þrifið ALLAN þvott, ég tek meira að segja reglulega sófann og gardínurnar líka. En það besta við þetta allt er að það kemur allt þurrt aftur hingað upp. 2 iðnaðarþvottavélar sem eru frá 30 - 45 mín með hvern þvott, þurkari og svo það besta í heiminum geyminum þurkskápur. Afhverju í ósköpunum er það ekki vinsælt á Íslandi. Í góðærinu þegar allir keyptu stæðstu hús og fallegustu bílana, afhverju ég meina AFHVERJU fjárfesti fólk ekki í þessu. Þetta er ein mesta snilld ever!


Fyrir svona vitleysinga eins og Möggu sem strauja rúmfötin þá er þarna sérstök vél fyrir það. Glittir í hana á vinstri væng :)



Ég vildi bara að leyfa ykkur að sjá lúxusinn hérna. Því þegar ég er með svona vélar kvarta ég ekki undan þvotti. Ég elska þetta. Sumir segja að það sé óhollt að vera með þvott alltaf í iðnaðarvélum. En ég hef ekki fundið fyrir því að fötin mín skemmist eitthvað fyrr.

Thelma

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...