Sunday, June 10, 2012

Hin fullkomna brúðargjöf - Fuglar

Hin fullkomna brúðargjöf er oft vandfundin. Ég hef ætlað að skrifa um þessa fugla í langan tíma en gleymdi því alltaf.

Þeir eru með þeim fallegri sem ég veit um. Ég hef nú ekki verið mikið í því að veita útskornum hlutum mikla athygli en þessir fuglar...jáhh það er bara eitthvað við þá sem mér finnst töfrum líkast. Natnin sem fer í hvern fugl er augljós og handverkið með afbrigðum gríðarlega vel gert. Mér leiðist aldrei að taka þessa fugla úr skápnum og sýna áhugasömum (eða líka bara fyrir sjálfa mig).
Eftir að hafa dáðst að þessum fuglum í dágóðan tíma fór ég að skoða samskonar fugla í bænum og sá að þessir eru bara þeir langfallegustu á markaðinum.
Hver fugl tekur viku til 10 daga að gera og er það Jón sem gerir þá. Frekari deili á honum þekki ég því miður ekki önnur en þau að hann er eldriborgari.
Ég hef gaman að því þegar kúnnar koma sem eru greinilega vel að sér um fugla og deila um hvern fugl, hvaða fugl þetta sé (stendur þó ávallt undir) og hvort lappirnar séu nú ekki einhverjum millimetrum of langir.

Þetta ætti að vera hin fullkomna brúðargjöf (ég er allavegna búin að bíta það í mig). Eigulegur hlutur, tímalaus og íslenskt handbragð.



Fuglarnir fást í Aurum og kosta 24.500 kr.

Thelma

No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...