Þetta er tímataflan. Það eru 3 slot yfir daginn. 7-13, 13-17 og 17-21. Hver og einn er með númer og lykil sem passar í númerið. Svo stingur maður bara sínu númeri þar sem manni hentar. Það góða við þetta er líka að það er ekki eitthvað fólk sem getur pantað hundrað slot í einu. Allir eru með jafnan aðgang. En það geta vissulega komið dagar þar sem allir eru að þrífa og panta upp.
Það góða við þetta að á 5 tímum þá get ég þrifið ALLAN þvott, ég tek meira að segja reglulega sófann og gardínurnar líka. En það besta við þetta allt er að það kemur allt þurrt aftur hingað upp. 2 iðnaðarþvottavélar sem eru frá 30 - 45 mín með hvern þvott, þurkari og svo það besta í heiminum geyminum þurkskápur. Afhverju í ósköpunum er það ekki vinsælt á Íslandi. Í góðærinu þegar allir keyptu stæðstu hús og fallegustu bílana, afhverju ég meina AFHVERJU fjárfesti fólk ekki í þessu. Þetta er ein mesta snilld ever!
Fyrir svona vitleysinga eins og Möggu sem strauja rúmfötin þá er þarna sérstök vél fyrir það. Glittir í hana á vinstri væng :)
Ég vildi bara að leyfa ykkur að sjá lúxusinn hérna. Því þegar ég er með svona vélar kvarta ég ekki undan þvotti. Ég elska þetta. Sumir segja að það sé óhollt að vera með þvott alltaf í iðnaðarvélum. En ég hef ekki fundið fyrir því að fötin mín skemmist eitthvað fyrr.
Thelma
1 comment:
Haha snilld! Ég man einmitt eftir þessu síðan ég bjó í Stokkhólmi og þetta er mjög fljótt að venjast og meiriháttar hagkvæmni í þessu.
Post a Comment