Hversu skemmtilega eða sorglegt það má vera þá eyði ég mörgum tímum á dag í að hugsa, dreyma um og skoða heimilismuni. Sem betur fer mun mér eflaust ekki endast ævin til að sanka þessu öllu að mér. Oft hef ég velt því fyrir hvað það sé við alla þessa „hluti“ sem veita mér svona mikla ánægju, svarið er, ég hef bara ekki hugmynd. Er þetta spurning um stöðutákn, en ég held og vona að svo sé ekki í mínu tilviki. Sumt finnst mér sjúklega fallegt og annað ennþá fallegra því hönnuðurnir eru í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Þeirra sýn á hönnun dásamleg og svo hin hliðin er nostalgía. Ég held að það muni alltaf vera mikill 50' - 60's bragur yfir því sem mér líkar við því þannig var heimilið hjá mínum elskulegu ömmu og afa heitinnum og er eitt af þeim fallegri sem ég veit um.
Það sem mig dreymir um og hefur mikið tilfinningarlegt gildi fyrir mig eru Olivetti ritvélarnar. En afi minn var umboðsmaður fyrir þær á Íslandi. Ég ólst upp með þeim, skrifaði ritgerðir á þær og lærði að skipta á litaborðunum. Ég held að það séu fáir á mínum aldri sem geta sagt það sama og almennt prófað að skrifa á ritvélar.
Ég hafði ekki áttað mig á umsvifunum sem Olivetti hafði á hönnun í heiminum fyrr en ég skrifaði ritgerð um það hérna í skólanum úti, ritgerðin er meira en 10 blaðsíður þannig að það er erfitt að skella henni hingað inn. En ég ætla að reyna að taka góðar stiklur úr henni við tækifæri og setja.
Næst á dagskrá er að eignast eina góða vél frá þeim til að halda í mínar fallegu minningar sem ég hef um þær og afa minn. Þessi er ofanlega á mínum lista.
Thelma