Tuesday, May 21, 2013

Skemmtilegt einingarborð og stórlar

Vika eftir af skólanum og ég þarf svona líka aldeilis á allri minni þolinmæði að halda. Er að vinna í 3-D forriti sem ég kann bara alls ekkert á, endalausar hindranir, en það er bara partur af þessu öllu.
Hérna er allavegana eitthvað skemmtilegt fyrir ykkur meðan ég get ekki gert langt blogg.

 

Thelma

Saturday, May 18, 2013

Pols potten eitthvað fyrir hönnunarfagurkera

Pols potten er hönnunarfyrirtæki sem þið ættuð ekki láta fara framhjá ykkur. Lúmskur, frumlegur og sérviskulegur eru hlutir sem þeir hafa í huga við hönnun á hlutum. Hlutirnir eru framleiddir í ákveðnu upplagi, „small quantities“ ekki „mass production“ sem er jákvætt. Þá eru minnir líkur á að allir eiga eins. Fyrirtækið er Hollenskt og var stofnað árið 1986.





Kertastjakinn er ofarlega á afmælislistanum mínum og annað hvor fuglinn. Það er eitthvað við fugla sem fær mig til að langa til að endalaust langa í þá sem skrautmuni.

Thelma

Friday, May 17, 2013

House Doctor og innlit til eins af hönnuðunum

House doctor er dansk fjölskyldu fyrirtæki rekið af þremur systkinum sem höfðu starfrækt saman annað iðnhönnuðar fyrirtæki og fundu að hugmyndirnar spruttu upp af nýjum vörum. Þau stofnuðu því House doctor árið 1999. Allar vörur eru hannaðar á skrifstofum þeirra í Jótlandi.

Ég kynntist þessum vörum fyrst í Stockholm og var alveg heilluð af þeim, en þótti húsgögnin sem mig langaði í alveg rugl dýr. Þetta fyrirtæki er með breytt svið í heimilismunum og ég held að þeir ættu að falla vel í kramið hjá Íslendingu.





 Hérna kemur svo heimsókn á heimili eins af hönnuðunum.












Ég sá að Svana á trendnet er einmitt líka búin að gera færslu um þetta fyrirtæki hérna.

Thelma

Tuesday, May 14, 2013

Hugrenningar um heimilismuni og Olivetti ritvélar

Hversu skemmtilega eða sorglegt það má vera þá eyði ég mörgum tímum á dag í að hugsa, dreyma um og skoða heimilismuni. Sem betur fer mun mér eflaust ekki endast ævin til að sanka þessu öllu að mér. Oft hef ég velt því fyrir hvað það sé við alla þessa „hluti“ sem veita mér svona mikla ánægju, svarið er, ég hef bara ekki hugmynd. Er þetta spurning um stöðutákn, en ég held og vona að svo sé ekki í mínu tilviki. Sumt finnst mér sjúklega fallegt og annað ennþá fallegra því hönnuðurnir eru í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Þeirra sýn á hönnun dásamleg og svo hin hliðin er nostalgía. Ég held að það muni alltaf vera mikill 50' - 60's bragur yfir því sem mér líkar við því þannig var heimilið hjá mínum elskulegu ömmu og afa heitinnum og er eitt af þeim fallegri sem ég veit um.

Það sem mig dreymir um og hefur mikið tilfinningarlegt gildi fyrir mig eru Olivetti ritvélarnar. En afi minn var umboðsmaður fyrir þær á Íslandi. Ég ólst upp með þeim, skrifaði ritgerðir á þær og lærði að skipta á litaborðunum. Ég held að það séu fáir á mínum aldri sem geta sagt það sama og almennt prófað að skrifa á ritvélar.

Ég hafði ekki áttað mig á umsvifunum sem Olivetti hafði á hönnun í heiminum fyrr en ég skrifaði ritgerð um það hérna í skólanum úti, ritgerðin er meira en 10 blaðsíður þannig að það er erfitt að skella henni hingað inn. En ég ætla að reyna að taka góðar stiklur úr henni við tækifæri og setja.

Næst á dagskrá er að eignast eina góða vél frá þeim til að halda í mínar fallegu minningar sem ég hef um þær og afa minn. Þessi er ofanlega á mínum lista.


Thelma

Monday, May 13, 2013

Iittala með nýjar skálar - Kastehelmi (svipa til Mariskooli skálanna)

Ég rakst á þessar nýju skálar frá Iittla, sem eru í Kastehelmi línunni. Þær minna vissulega smá á Mariskooli skálarnar frá þeim. Þessar eru bara meira elegant finnst mér og passa náttúrulega fullkomlega í Kastehelmi línuna sem margir eru farnir að safna.

Veit ekki hvort það er bara ég en þær eru sjúklega sumarlegar og sætar. Ég væri alveg til í þessar líka, en ég á nokkrar Mariskooli. Ég er eiginlega sjúkur Iittala fan og ekkert eitt sem mig langar bara í. Enda er minn draumur að eiga margar gerðir af borðbúnaði og nota hann eftir mismunandi stemmingu sem ég vil skapa.

Það er í rauninni sniðugara að safna þessari nýju línu því hún er í línu sem kemur með allskonar öðruvísi skálum og diskum.

Hérna eru skálarnar hlið við hlið. Ég er sjúk í þennan laxableika lit. Hann og kopar er eitthvað sem ég fæ bara ekki nóg af!





Thelma

Thursday, May 9, 2013

Frá Eames yfir í Thonet

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að Eames stólar hafa verið það heitasta við eldhús eða stofuborð. Ég held að þessi tíska sé að breytast aðeins og það verði Thonet stólarnir sem munu koma sterkir inn. Sérstaklega Nr.14 og Nr.30




 

Thelma

Tuesday, May 7, 2013

Folding techniques for designers by Paul Jackson

Það þarf lítið að segja annað en að ef þið eruð í hönnunarnámi getur þessi bók verið ansi gagnleg og er mjög eiguleg. Hún var pöntuð með hraði eftir að bekkjafélagi benti mér á hana.


Ég hló smá þegar ég las aftan á bókina en Paul Jackson er sérfræðingur í pappírs umbroti frá 1982 eitthvað sem ég vissi ekki að væri hægt að vera. Hann hefur gefið út meira en 30 bækur, kennir umbrotstækni í háskólum um allan heim. HALLÓ LHÍ! Hvernig væri að fá þennan gaur í „work shop"

Thelma

Saturday, May 4, 2013

& others stoires

Ég sá þessa búð & others stories í Köben rölti inn og snéri við á punktinum, það var of mikið af fólki að mér leið bara illa. Ég er búin að vera að skoða núna á netinu og skórnir í þessari búð eru vægt til orða tekið truflaðslega fallegir. Ég vil alla jafnan kaupa mér skó með smá edge, en það er ástæðan fyrir því að ég er búin að versla mín skópör í mörg á í 38 þrepum. Ef maður er sniðugur í þannig skókaupum verða skórnir tímalausir og ganga í mörg ár í staðin fyrir að kaupa eitthvað trend, sem er fínt inná milli en þá vel ég mér eitthvað merki sem er ekki eins dýrt og skórnir meiga þá frekar skemmast.









Ég vona að ég passa í þá (þessar býfur sem ég er með!)...eða kannski ekki það væri gott fyrir veskið. Það verður hættulegt að flytja aftur til Sthlm í sumar.
Þessi kjóll fær að fljóta með, en hann er hættulega nálægt að vera keyptur...eina vandamálið er að ég veit ekki hvaða stærð ég er og ég á ekki með málmband til að mæla mig.

Thelma

Thursday, May 2, 2013

Hay ást

Ég er sjúk í allt frá Hay núna, það er eiginlega ný tilkomið, eða eftir Danmerkur för mína. Ég sá þetta brún/ bleika teppi samt ekki fyrr en í gær á trendnet. Þetta er eitthvað sem ég „verð“ að eignast.






 En mig langar líka ansi mikið í þetta fína teppi, svona litir gera svo mikið fyrir heimili, sérstaklega mitt þar sem ég á svo mikið af viðar-húsgögnum og vantar að létta aðeins umhverfið.


Þessir fínu hlutir meiga líka koma heim með mér...ég bæði vona og ekki að ég þurfi ekki að fara til DK bráðlega, það væri vissulega gott fyrir heimilið mitt, en ekki eins gott fyrir veskið mitt.


 Þessi viskustykki fengu hinsvegar að koma með mér seinast þegar ég var þar.

 Þetta er augljós Hay ást hér á ferð!

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...