Það sem mig dreymir um og hefur mikið tilfinningarlegt gildi fyrir mig eru Olivetti ritvélarnar. En afi minn var umboðsmaður fyrir þær á Íslandi. Ég ólst upp með þeim, skrifaði ritgerðir á þær og lærði að skipta á litaborðunum. Ég held að það séu fáir á mínum aldri sem geta sagt það sama og almennt prófað að skrifa á ritvélar.
Ég hafði ekki áttað mig á umsvifunum sem Olivetti hafði á hönnun í heiminum fyrr en ég skrifaði ritgerð um það hérna í skólanum úti, ritgerðin er meira en 10 blaðsíður þannig að það er erfitt að skella henni hingað inn. En ég ætla að reyna að taka góðar stiklur úr henni við tækifæri og setja.
Næst á dagskrá er að eignast eina góða vél frá þeim til að halda í mínar fallegu minningar sem ég hef um þær og afa minn. Þessi er ofanlega á mínum lista.
Thelma
1 comment:
Það er líka erfitt að vera veik fyrir húsbúnaði og vera umhverfisvæn. Ég er alltaf að reyna að kaupa minna, kaupa notað og endurnýta en svo um leið og sé t.d. nýtt frá iittala þá langar mig í það allt.
Kv. Erla guðrún
Post a Comment