Ég rakst á þessa hillu eftir
Julien de Smedt í Bo bedre og gjörsamlega féll fyrir henni. Látlaus, stílhrein, nútímaleg en í senn klassísk...love it! Maður ræður uppröðunni á hillunum sjálfum og stjórnar þeim með kubbum sem festir þær saman. Þetta þýðir líka að maður þarf ekki að bora þúsund göt í veggin ef maður vill hafa þetta vegghengt. Þá er nóg að festa bara eina (kannski ekki fyrir jarðskjálftalandið Ísland?) og svo getur maður endalaust breytt uppröðuninni.
Julien er arkítektastofa sem er stafrækt á fjórum stöðum í heiminum. Ef þið hafið áhuga á arkitektúr bendi ég ykkur á að skoða síðuna hjá þeim betur. Áhugaverð hús sem þeir hafa hannað.
Thelma
2 comments:
http://brightbazaar.blogspot.com/2011/03/ikea-prant-diy-modular-storage.html
svipað, mjög flott diy úr boxum úr ikea :)
Ahh takk fyrir þetta!
Thelma
Post a Comment