Var að velta fyrir mér hvort að Tripp Trapp stóllinn eigi markaðinn í barna-matarstólum eða hvort það sé komin ný kynslóð í samkeppnina.
Baby nano urban high chair frá bloombaby, www.bloombaby.com, er eitthvað sem ég hef tekið meira eftir síðasta árið, í þáttum (LA-raunveruleikaþáttum) og í svona meira fancy concept búðum t.d. MAIA hér á landi. Fyrst fannst mér hann soldið nýtt og skemmtilegt form inní babybransann en svo til lengri tíma varð hann alltaf meira og meira svo geim-legur.
Einnig hefur mér alltaf fundist Tripp trapp, www.stokke.com/highchair, stóllinn alltaf vera sígíld og flott hönnun, með gríðarlega góðu notagildi og líka bara flott mubla inná heimilin. En spurning hvort að það sé að detta inn nýtt trend, eða hvort Baby nano stóllinn sé bara tímabundin tískubóla.
Ég vil meina að Tripp Trapp haldi sínu sæti næstu árin, jafnvel lengur ...
Baby nano
vs. Tripp Trapp
M
No comments:
Post a Comment