Friday, October 5, 2012

Vík Prjónsdóttir

Ég er búin að vera með þennan karrí-gula trefil sem Vík Prjónsdóttir hannaði og prjónaði á heilanum síðustu mánuði, eða réttara sagt búin að vera ástfangin af honum síðan í sumar og ég held ég verði að svala þörf minni og kaupa eitt stykki fyrir veturinn. Fann það þegar ég fór útí morgun, útí frostið að skafa bílinn að mig vantaði akkúrat þennan trefil! :)

Þær í Vík Prjónsdóttir eru að mínu mati algjörir snillingar, eru að gera ótrúlega flotta hluti og langar mig í heilann helling frá þeim. Getið séð meira hér www.vikprjonsdottir.com

Vörur þeirra eru úr íslenskri ull og eru prjónuð í prjónastofu Víkurprjón sem er staðsett í Vík. Þær standa fyrir íslenskri hönnun og hvað íslensk náttúra hefur upp á að bjóða.

 Ég held ég verði að fjárfesta í einum karrí-gulum í dag svo ég sé undirbúin næstu frostmorgna :)
















Þennan búning væri ég sjúklega til í að eiga, og kósýast uppí sófa í vetur.














M

No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...