Monday, May 13, 2013

Iittala með nýjar skálar - Kastehelmi (svipa til Mariskooli skálanna)

Ég rakst á þessar nýju skálar frá Iittla, sem eru í Kastehelmi línunni. Þær minna vissulega smá á Mariskooli skálarnar frá þeim. Þessar eru bara meira elegant finnst mér og passa náttúrulega fullkomlega í Kastehelmi línuna sem margir eru farnir að safna.

Veit ekki hvort það er bara ég en þær eru sjúklega sumarlegar og sætar. Ég væri alveg til í þessar líka, en ég á nokkrar Mariskooli. Ég er eiginlega sjúkur Iittala fan og ekkert eitt sem mig langar bara í. Enda er minn draumur að eiga margar gerðir af borðbúnaði og nota hann eftir mismunandi stemmingu sem ég vil skapa.

Það er í rauninni sniðugara að safna þessari nýju línu því hún er í línu sem kemur með allskonar öðruvísi skálum og diskum.

Hérna eru skálarnar hlið við hlið. Ég er sjúk í þennan laxableika lit. Hann og kopar er eitthvað sem ég fæ bara ekki nóg af!





Thelma

2 comments:

dagný said...

oh vá! þessar eru fallegar!
ef maður ætti sand af seðlum...

Thelma Hrund said...

...þá væri heimilið mitt over crowded af fínum munum. Gott að ég er ekki rík ;)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...