Wednesday, January 11, 2012

Yukihiro Kaneuchi og Jón Björnsson

Yukihiro Kaneuchi er japanskur hönnuður fæddur árið 1984. Hann lærði í Tama Art Univercity in Tokyo, listir og arkitektúr. Hann hannaði fremur skemmtilega vasa úr sand. Hugmyndin af honum kom úr japönskum leik sem nefnist Bou-Taoshi. Leikurinn virkar þannig að leikamaður býr til hrúgu af sand og staðsetur stöng í miðjuna. Síðan fjarlægir hver og einn leikmaður sand. Sá sem verður þess valdandi að stöngin dettur tapar. Þetta minnir mig svolítið á míkadó. Í vasanum á blómið að leika hlutverk stangarinnar.





Og þá að Jóni. Hann var í þeim frábæra skóla The Design Academy Eindhoven í Hollandi. Hann gerði líka skemmtilegan vasa eða Flower Eruptin. Skemmtilegt að sá vasi er úr eldfjallasand. Settur í pappamót, blandað með plastefni og formið fyllt að neðan. Eftir að að plastið þornar er mótið tekið í burtu og vasi fullmyndaður. Vasann hannaði hann á hönnunarmars



 Ég setti þá saman í færslu því báðir hönnuðu ótrúlega fallega og skemmtilega vasa úr sand en með algjörlega ólíka bakgrunna og hugmyndafræði á bak við þá.

Thelma




  

No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...