Ég á svolítið fallegt úr frá
Lambretta (alveg hlutlaust mat :)) Ég fæ rosalega oft spurningar um það og það er alltaf jafn gaman...líka smá gaman að það fæst ekki á Íslandi og því ekki allir með eins. Ég geng almennt í frekar litlausum flíkum og því er þetta úr fullkomið til að hressa aðeins uppá annars líflausan klæðaburð. Ég á úr í þessum ljósbláa turkís-lit. Ég veit hinsvegar að þau fást á mörgum flugvöllum, meðal annars í Svíþjóð og Danmörku. Það er samt smá óþægilegt við mitt úr að það eru engir vísar og því tekur það mig stundum smá tíma að reikna út hvað klukkan er. Það er hinsvegar til stærra svona úr í öðruvísi litum og þar eru vísar. Engu síðra úr.
Er það bara ég sem tók eftir því að vísarnir eru alltaf stylltir nákvæmlega það sama...er þetta einhver sálfræði eða sölutaktík...einhver sem veit?
Lambretta gerði vinsælar vespur á fimmta og sjötta áratugnum. Ég virðist elska allt sænskt og því eru þessi úr engin undantekning.
Update: Guðný sagði mér að vísarnir væru stilltir svona því þá sýndust þeir brosa. Það hlaut að vera eitthvað.
Thelma
No comments:
Post a Comment