Wednesday, April 18, 2012

Aðhaldskjólar

Aðhaldskjólar eru vanmetnar flíkur að mínu mati. Ég man þegar ég sá konu í svona fyrst og ég hugsaði þvílík fitubolla að þurfa að troða sér í svona til að halda maganum inni, hvernig væri að mæta bara í ræktina, en ohh boy I was wrong!  Aðhaldskjóllinn minn er held ég mest notaða flík sem ég á, núna þegar tískan er að vera í gegnsæjum skyrtum. Það er bara svo lítið smart þegar það sést í fellingarnar á fólki þegar það situr. Það getur verið mjög töff að vera bara í brjóstahaldara en ég nenni ekki að þurfa að eyða kvöldinu í að sitja rétt svo maga-fellingarnar komi ekki. Í því tilfelli er aðhaldskjóllinn hin fullkomna flík. Hann fæst í svo óteljandi stærðum, gerðum og litum og hann kemur bara vel út, fínt líka að troða honum bara ofaní buxurnar og þá er hægt að draga fram gömlu „ó mæ got var ég virkilega alltaf í þessu lágu buxum“ aftur úr skápnum. Hinn fullkomni undirfatakjóll fæst í HP búðinni í Hafnarfirði.


Thelma

No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...