Saturday, April 28, 2012

Surface to air

Var í smá blog lægð, gott að fá þá Möggu svona full in!
Eins og Magga sagði ykkur áður áttum við langan og góðan göngutúr um bæinn. Við litum meðal annars inní GK Reykjavík og þar rakst ég á þetta æðislega merki Surface To Air, flíkunar voru hver annarri fegurri. Merkið er franskt. (Það er nú ákveðinn gæðastimpill útaf fyrir sig).










Og ég sem hef frekar ákveðnar skoðanir á ákveðnum Jeffrey Campell skóm varð líka svona yfir mig hrifinn af þessum skóm...í minn poka takk fyrir! 



Friday, April 27, 2012

MAY 28th

Í dag tókum við Thelma gott föstudagslabb inní hinar helstu búðir sem laugarvegurinn hefur uppá að bjóða. Einsog oftast „mátti“ maður bara horfa og máta að þessu sinni en það bættist margt á óskalistann fyrir sumarið. Ég hef alltaf verið úrasjúk og á stórt safn af úrum, sem ég hef nú ekki verið dugleg að nota - flest orðin batteríslaus. En maður getur alltaf við sig úrum bætt :)

Þetta fallega eða réttara sagt - Þessi fallegu úr rákumst við á og varð ég strax ástfanginn af þeim.
Merkið heitir MAY 28th og kemur frá Lettlandi.
Falleg - einföld - klassísk - stílhrein og á viðráðanlegu verði. Ýmsar útgáfur af þeim með allskonar „bakgrunni“. Ég held ég sé komin með eitt í augastað, en það er rosa erfitt að velja eitthvað eitt fallegt - en þá bara að leyfa sér 2 stykki til skiptanna 8)

HÉR  er hægt að skoða nánar á heimasíðu þeirra og hér koma nokkur af mínum uppáhalds..


M



























Thursday, April 26, 2012

Pheobe Philo - Celine 2012 Resort

Núna fer sumarið að ganga almennilega í garð - og því fylgja bíflugurnar og blómin. Þetta mynstur er að slá heldur betur í gegn og verður sumarið að mér sýnist heldur betur blómlegt! Ég er að fíla þetta æðislega vel og mun ég með öllum líkindum fjárfesta í a.m.k. einni blómlegri flík í sumar :)

Pheobe Philo hannar fyrir Celine 2012 Resort þessar fallegu blómadraktir - og væri ég OF mikið til í þetta outfitt! Hægt að skoða meira fallegt eftir hana HÉR. Einnig eru hin ýmsu merki farin að copy'a þetta mynstur og setja það á allskonar sniðugt.

M






 Celine 2012 Resort



 Celine 2012 Resort

















Wednesday, April 25, 2012

Infography

Fann þessa mynd á netinu en því miður veit ég ekki uppruna hennar. Þetta er eitt flottasta kokteil-uppskriftarplakat sem ég hef séð - Ótrúlega sniðuglega, snyrtilega og skemmtilega sett upp.
Endilega ef einhver ykkar ljúflinga sem lesið vitið hvaðan þessi mynd kemur að deila því með okkur :)

Hérna eru nokkrar myndir af heildarmyndinni sem má sjá HÉR.

M











Tuesday, April 24, 2012

CAPS

Caps eða derhúfur eru eitthvað sem ég held að komi sterkt inn í sumar.. allaveganna derhúfur - litríkar, liðshúfur, rúskin, flauel, pallíettu, og síðast en ekki síst // að mér finnst persónulega fínast //
svartar leðurderhúfur í stíl við leðurbuxurnar sem ég er í ævilangri leit að, en ég veit ég mun finna!
Ég ætla allavega í kolaportsferð og kíkja hvort þeir eigi eina leður-derhúfu til.

Hér eru nokkrar myndir af the creme de la creme í húfubransanum.

M










Daughter - Youth




Þetta lag er á repeat í eyrunum mínum þessa dagana og er eitt stórt ♥. Langaði að deila því með ykkur.

M


Daily obsession

Sumarið er að skríða inn og þá fer girningarhugurinn í gang!
Ég bý í miðbænum og þar af leiðandi rölti ég mikið um bæinn og kemst ekki hjá því að skoða og horfa í kringum mig m.a. í búðarglugga og stundum álpast ég inn í búðirnar. Einnig eru öll bloggin sem maður rambar inná daglega ekkert að hjálpa og langar manni strax í nýjan fataskáp og helst að komast yfir sjó og lönd í heitara og bjartara umhverfi.
Eeeeen þangað til verður þetta að duga..

Þetta er mitt helsta daily obsession þessa vordagana og læt mig dreyma...






 Þessa Furla tösku hef ég verið með á heilanum í nokkurn tíma og fæst hún í 38 þrep á laugaveginum.


 
  

Einnig fæst þessi fegurð í 38 þrepum.
















Sumarið á Íslandi er alltaf „best“ EN ég þrái svo að koamst á hvíta strönd og synda með nemo-fiskunum á Bali.



Njótið dagsins ljúflingar.. það er sól! :)
Margrét



Fögur blóm í fögrum vasa

Merkilegt hvað fögur blóm í fallegum vasa geta glatt mikið!
Blómin voru keypt í skúrnum á Hringbraut á sumardaginn fyrsta (góð ending).
Iittala Alvar Aalto vasi



Thelma
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...