Wednesday, October 3, 2012

Sensai vs. Estée Lauder

Ég er búin að nota þetta Kanebo / Sensai krem í mörg ár og greyið Margrét þarf aðeins of oft að benda mér á einhverjar brúnar kressur sem mér hefur ekki tekist að nudda næginlega vel.
Liturinn er fallegur en ég er búin að fá smá nóg af þessu kremi.


Og búin að taka ástfóstur við öðru. Ég tími hinsvegar ekki að nota það daglega því það er svo ógeðslega dýrt en aftur á móti eru gæðin algjörlega frábær. Kremið er smá eins og korn maski og ég varð fyrir þvílíkum vonbryggðum fyrst því ég hélt að ég hefði eytt öllum peningunum mínum í ranga vöru, sem betur fer ekki. Snilldin er að maður nuddar þessu bara í húðina mjög auðveldlega og fær ekki svona brúna flekki eins og af hinu. Ef þið eigið þetta ekki þá skulið þið plata einhvern sem er að fljúga að kaupa þetta fyrir ykkur því þetta er selt í öllum flugvélum og aðeins ódýrara.


Thelma

2 comments:

Tanja Dögg said...

Skemmtilegt blogg hjá ykkur :-)

Margrét said...

:) takktakktakk! gaman að lesa svona skemmtileg komment :)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...