Saturday, January 26, 2013

Antíkmarkaður í Svíþjóð

Ég fór á einn ansi magnaðann antíkmarkað í dag, fyrir mig er ansi bara vægt til orða tekið. Ég hef aldrei komið í svipaða búð. Húsið sem virkaði svo lítið að utan var svo með endalausum krókum og kimum og allstaðar leyndust hinir fögru gersemar. Ég var smá overwhelmed því þetta er  það sem mér finnst skemmtilegast að skoða. Ég fór tómhent heim en ég lofa að gera það ekki aftur, ég varð bara aðeins að átta mig á aðstæðum og verðinu, sem var í meira lagi stillt í hóf. Þessi staður er í klukkutíma akstri frá Gautaborg, þannig að ef þið eigið leið um er þetta ekkert óvitlaus staður að staldra á (ég hef reyndar ekki hugmynd um nafn né staðsetningu).

Ég tók nett andköf þegar ég sá þetta stell, því miður enginn bolli í réttri stærð.







Afsakið gæðin á myndunum, aðeins lélegar símamyndir.

Thelma

1 comment:

Anonymous said...

Takk fyrir krækjuna, þetta lítur mjög spennandi út og ekki verra ef verðin eru hófleg. Ég elska að fara á antikmarkaði, núna þarf ég bara að sannfæra eiginmanninn um að koma með mér, erla

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...