Massimo Dutti er merki sem þið kannist kannski við hjá mömmu ykkur eða ömmu, þetta er spænskur hágæða fatnaður. Ég hafði aldrei neinn sérstakan áhuga á því að fara inní þessa búð þegar ég bjó í Stockholm, ég hélt að þetta væri gömlukonu búð (án þess að gera mér grein fyrir því að bráðum mun ég bara tilheyra þessum gömlu konu aldri :) ). Það var hinsvegar sambýlingur minn sem dró mig inn og sagði mér að þarna leyndust dýryndis flíkur á bara allt í lagi verði. Eftir þessa einu heimsókn hefur verið no turning back og viðkomur mínar í búðina jukust einfaldlega. Þegar ég flutti aftur heim þá tók netið bara við. Og kvöldið í kvöld fór í að ég og Magga sendum á milli vörurnar sem okkur langði mest í.
Þessar vorur eru bara alls ekki „svo“ dýrar. Jú vissulega eru þær ekki ódýrar en gæðin eru bara svo ótrúlega fín að mér finnst verðið í flestum tilfellum mjög viðeigandi. Það er yndi að renna fingrunum í gegnum flíkurnar. Mér þykir verðið ekkert mikið dýrar en sumar flíkur í Zöru. Ég tók saman nokkrar af uppáhaldsflíkum. Hver veit nema ég droppi þarna við á næstu dögum og sjái hvort eitthvað sé til.
Thelma
No comments:
Post a Comment