Wednesday, February 27, 2013

REVOLUTION GLASS

Rakst á þetta sniðuga og skrítna glas/desertskál og var soldil togstreyta um hvort mér þætti þetta fínt eða ekki svo fínt. Er upprunalega hannað sem rauðvínsglas, en vel hægt að nýta sem forrétta- og/eða desertskál.

Hönnun eftir Martin Jakobsen, hægt að kaupa og sjá nánar HÉR






   






/margrét






Tuesday, February 26, 2013

Markmið - hárgreiðsla

Ég setti mér ekkert áramótaheit í ár. Mér fannst ég bara alveg vera að taka nægilegt stökk, flytja á næstum óþekktan stað í nám á nýjum stað, ég hef hinsvegar verið með smá samviskubit að hafa ekki gert neitt. Eftir að hafa verið að skoða ansi margar greiðslur á netinu síðustu daga hef ég ákveðið að ég mun þurfa að ná að gera þessar fyrir sumarlok. Ég nenni ekki að vera alltaf með sömu greiðsluna í vinnunni.

 


 

 
 







 






Það var fullt af öðrum greiðslum, þetta mátti bara ekki vera of metnaðarfult svo ég drepi ekki markmiðið í byrjun.
Að vopni mun ég nota þessa greiðu og þetta sprey...en það hefur allavegana komið mér í gegnum nokkrar greiðslur hingað til :)

Þessi bursti er algjör snilld og ég er margfalt sneggri að gera greiðslu í mig.

Thelma

Monday, February 25, 2013

Dýra-ermahnappar

Ég fann þessa fína og skemmtilega ermahnappa á etsy...það er smá sorglegt að myndatakan á þeim er bara ekki eins góð og þeir koma út. Þarna fást líka hringar og men í sama stíl.





Thelma

Saturday, February 23, 2013

Fullkomin sófi - Gervasoni

Rétt upp hönd sá sem er ekki til í að eyða 700.000 krónur í sófa...ok, meira að segja ég rétti upp hönd, þótt þessi sófi sé gjörsamlega fullkomin og eiginlega það sem mig hefur lengi dreymt um. Pláss fyrir fleiri en einn þegar maður liggur og þá endalaust pláss. Fallega hvítur á litinn auðvelt að poppa hann upp og hann gefur manni eiginlega bessaleyfi líka kaupa endalaust mikið af fallegum púðum. Þetta er málið.

Sófinn er frá Gervasoni og heitir Ghost 16 sófi, djúpur.





Eitt orð...fullkomnun!

Thelma

Friday, February 22, 2013

Póstkortabolli

Þetta er kannski svolítið viðeigandi fyrir mig, þeir fást hérna.



Thelma


Hallandi matarstell eftir Linde og Pieter

Eins og þið flest vitið eflaust núna hef ég gríðanlega áhuga á matarstellum, eða öllu sem við kemur borðhaldi. Ennþá skemmtilegra þegar einhverjum tekst að „snúa aðeins útúr“ venjulegum hefðum og borðhaldssiðum á smekklegan hátt, en einmitt þetta tóks Linde og Pieter á svo skemmtilegan og smekklegan hátt að gera.





Mega skemmtilegt og fallegt.

Thelma

Thursday, February 21, 2013

KOMONO WIZARD

Leopard er eitthvað sem verður aftur í sumar að mig grunar ... miðað við allar bloggsíður sem gubba leopard printi yfir allt! En ég er alveg að fíla það upp að vissu marki, ef það er gert rétt. Á t.d. þægilegustu buxur sem ég hef upplifað (fullkomnar óléttubuxur) úr Lindex sem eru leopard print, en ég rakst á þetta úr og get ekki hætt að hugsa um það!!

langar í svona já takk!

hægt að kaupa HÉR / er reyndar out of stock einsog er ... en ég bíð bara róleg!












/Margrét


Tuesday, February 19, 2013

Mango

Ég er að elska þetta indjána þema sem virðist vera svo heitt núna...og þar er Mango enginn undantekning. Ótrúlega mikið af fallegum töskum og fylgihlutum þar núna.





Og svo þessi látlausi, fagri stíll sem ég vona að fari aldrei úr tísku...





Mango

Thelma

P.s smá fyndið að þetta komi út hérna eins og „Mango Thelma“ en ég er á mangó æði, boða það frosið, þurkkað, sódavatn með mangó bragði you name it...ég elska Mango bara núna.

Monday, February 18, 2013

Cos skartgripir

Ég átti leið framhjá Cos um daginn og álpaðist inn...verðin á fötunum voru heldur dýr og ég staldraði lítt við þar. Það sem kom mér á óvart var hversu fallega skartgripi þeir voru með, látlaust en mjög fallegt og merkilega eigulegt. Ekki svona glingurlegt eins og mér finnst skart í svona búðum oft verða. Ég finn ekki allt á netinu sem mér fannst fallegt, en ef þið eigið leið hjá mæli ég með því að skoða þar.












Thelma
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...