Þegar ég lít til bara og hugsa um verkin mín sem ég hef gert þá eru bara 3 verk sem tengjast ekki umhverfissjónarmiðum eða mat á einhvern hátt, og það alveg óvart (án gríns alveg óvart). Fyrirfram hefði ég aldrei trúað því, en það er eflaust ástæða fyrir því að ég fer þessa átt. Í einum áfanga í vetur tjáði ég kennaranum mínum að ég myndi sko alls ekki gera tilraunir með mat, ég hefði áður verið í áfanga þar sem við bjuggum til bio plastic - náttúrulegt plast og það bara hentaði mér alls ekki og ég sá að þetta verkefni hafði mikla möguleika til að fara í þá átt. Það var ekki liðin dagur áður en ég var farið að spá í matvælum og aftur sit ég við þetta borð, en þó glöð. Ég fæ góða fyrirlestra og les fínar bækur um þetta víðtæka efni. Þennan fyrirlestur horfði ég á í dag og er eflaust áhugaverður fyrir ykkur líka. Hann er eftir William McDonough sem gerði bókina Cradel to cradel sem er líka áhugaverð. Ef þið klikkið á linkinn farið þið á fyrirlesturinn sem er á Ted.com
Vonandi njótið þið!
Thelma
No comments:
Post a Comment