Ég er mjög heit fyrir iðnaðarljósum almennt og þykir því þessi ljós með lit skemmtileg nálgun. Ljósin koma í tveimur gerðum en þau eru eftir norskar stelpur, Vera og Kyte
Þessir stólar koma frá Dönskum hönnunarskóla að nafni Teko. Skoðið þennan link, hann er mjög áhugaverður.
Smá sorglegt en ég hef týnt upplýsingunum mínum um þessi fögru ljós :S
Þessi ljós eru svo falleg en þau eru eftir Oscar Lind Modin
Sara Lundkvist ég hef í rauninni ekki hugmynd hvað þetta er, en fannst það svo fallegt og gæti ímyndað mér það sem fallegt borðskraut.
Kristina Lindqvist
Þetta er bás sem Hönnunarskólinn í Bergen var með, mér fannst hann bara svo fallegur, allt stílhreint og fagurt.
Ég var alveg dolfallin yfir þessu borði, ótrúlega fallegt og skemmtilegt. Það er eftir Fredrik Andersson sem er í Beckmans College of Design. Hann safnaði saman gömlum hljólabrettum sem hann notaði síðan til að búa til þetta fallega borð. Thelma
No comments:
Post a Comment