Monday, February 11, 2013

Maria Black - Undurfagur skart - Langar í það allt

Það var svo gaman í Stockholm, á Stockholm furniture fair og ég er ennþá að jafna mig. Ætla aðeins að greiða úr öllum myndunum og reyna að hafa smá skipulag á því þegar ég set það hérna inn, það kemur vonandi brátt. Það sem kom mér mest á óvart var að nemendasýningin var bara það langbesta við þessa sýningu. Þar var allt svo ferskt og nýtt, mikið af þessu frá hinum stóru hönnunarhúsum var eitthvað sem ég hafði séð áður en þar stóð samt Hay og Muuto uppúr, básinn þeirra var svo áberandi fallegastur

Ég var nýbúin að segja að ég á svo erfitt með að finna fallegt skart á norðurlöndunum, eitthvað sem er ekki glingur og í draslbúðum, ég var varla búin að missa orðið útúr mér þegar ég datt á þvílíkt flott merki og það er ekki einn hlutur í línunni sem mig langar ekki í (ég hef mjög sterkar skoðanir á hvernig skart ég vil, eflaust eftir öll árin sem ég hef unnið í skartgripabúð). Skartið er eftir Mariu Black sem lærði í Kaupmannahöfn. Hún kom einmitt auga á þetta gap að annað hvort er bara til rándýrt skart sem fáir hafa efni á eða drasl og ég vil vanalega hvorugt. Mér finnst gaman að eiga eigulegt skart sem ég mun eiga um aldur og ævi. Myndirnar munu nú allar tala sýnu máli og ég mæli með því að þið skoðið síðuna hennar.






















Endilega skoðið meira hérna...einhverstaðar varð ég bara að stoppa að setja inn myndir.

Thelma

No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...