Friday, January 27, 2012

Farmers Market

Ef þig vantar hinn fullkomna kjól sem má nota við öll tækifæri þá er Farmers market með svarið fyrir þig. Ég keypti mér þennan kjól um jólin 2008. Hann er þessi flík sem er svo ótrúlega auðvelt að vera rosalega fín í eða bara smart í vinnunni við lopapeysu og gallabuxur. Ég bara verð ekki þreytt á honum. Hann er þessi fullkomna tímalausa flík. Er lengi búin að velta fyrir mér hvort það sé ekki komin tími á nýjan kjól frá þeim, ég bara get ekki valið litinn. Minn er gulllitaður.






Svo er það þessi ótrúlega fína peysa/ jakki...ohh hvað mig langar í svona. Það vesta er að það á hálft Ísland hana núna þannig að ef ég fæ mér hana þá er það afþví að ég er að flytja erlendis daginn eftir.
Bergþóra hönnuður hjá þeim er svo flík. Ég keypti fermingarfötin mín hjá henni þegar hún var að selja þau í Aurum (jahá börnin góð einu sinni var Aurum skartgripa og fatabúð). Ég máta fermingarfötin reglulega því þau eru ennþá svo flott og ég myndi óska þess að ég myndi passa í þau í dag. Það eru ekki allir sem geta sagt að þeir væru til í að ganga í fermingarfötunum sínum 10 árum síðar. Það sem ég er að reyna að segja. Frábærar tímalausar flíkur!

Thelma

1 comment:

EddaRósSkúla said...

Peysan/Jakkinn er svo ótrúlega falleg! En einmitt eins og þú segir, hundleiðinlegt að vera eins og allir aðrir á litla Íslandi. Virkar pottþétt í útlöndum ;)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...