- Ja, må du Finn leva, Ja, må du Finn leva,
- Ja, må du Finn leva uti hundrade år.
- Reyndar lifði hann ekki í hundrað ár en 100 ár eru í dag frá fæðingardegi hans. Eftir 5 vikna skólaverkefni sem snérist um hann, er hann nú orðinn mitt uppáhald! Hann er arkítekt en frægastur fyrir húsgögn sín. Hann er einn af þeim sem komu danskri hönnun á kortið og oft nefndur "faðir danskrar hönnunar" Hann var ótrúlega flinkur með liti, fann upp nýjar samsetningar á húsgögnum og var ótrúlega frumlegur. Hann var módernisti þar sem einfaldleiki og notagildi eru honum efst í huga. Meðal viðfangsefna sem hann fékkst við voru ferðaskrifstofur SAS (þegar þær voru uppá sitt besta og sem flestar) og hannaði og stjórnaði öllu innaní byggingu Sameinuþjóðanna í New York. Markmið hans var að hanna allt til heimilis, hann náði því markmiði þó ekki. Vörur hans fást í Epal. Ég ætla að leyfa verkunum hans bara að tala sínu máli þótt ég gæti eflaust verið hérna til morguns að segja ykkur hverskonar mikilmenni hann sé og áhrif hans á hönnun.
Fyrirgefið fyrir alltof langan póst...þetta væri bara ekki hönnunarblogg ef mikilmenni eins og Finn fengju ekki mikið pláss :)
Thelma
2 comments:
sammála! ...svo fagurt, elska elska t.d. efsta sófann. Verst hvað dönsk hönnun er sjúkt dýr hér í Cph... :/
kristín
Þetta er ekkert eðlilega dýrt! En réttlætingarnefndin mín samþykkir svona kaup, því þetta er nú einu sinni hann ;)
Kv. Thelma
Post a Comment