Wednesday, February 29, 2012

Kerlingarfjöll - eða ekki

Ég rakst á þessa mynd á All things stylish ég var handviss um að myndin væri tekin í Kerlingarfjöllum. Mínum uppáhalds stað í öllum heiminum geyminum. Mikið af mínum bestu minningum eru þaðan. Það var samt eitthvað sem sagði mér að fjöllin þar eru ekki svona oddhvöss, þannig að ég ákvað að finna út hvaðan myndin væri. Og fann hana á endanum á SNILLDAR bloggi Free cabin porn. Þar komst ég að því að ég hafði rangt fyrir mér :S En ef þið fílið að vera í kofum einhverstaðar í óbyggðum þá er þetta síðan til að skoða...nostalgía! Það koma nú myndir þarna inná milli frá Íslandi.

Thelma

Just littel things

Just little things er snilldar síða...gott sem smá wake up call og muna að það eru litlu hlutirnir sem skipta máli.









Thelma

Einstakar hillur

Hérna eru sérstakar hillur eða skápar. Innblástursmyndir sem ég er búin að safna.













Thelma

Monday, February 27, 2012

Boguslaw Sliwinski

Þessa ótrúlegu sjúklegu flottu keramik diska rakst ég á á fancy.com umdaginn og hef ekki hugsað um annað síðan! Sá sem hannar þá heitir Boguslaw Sliwinski og hefur komið að ýmislegu ef marka má heimasíðuna hans, sumt mun flottara en annað, og finnst mér persónulega diskarnir og motturnar langt um fínast.

En mig langar hinsvegar alltof mikið í þessa diska, og það er hægt að kaupa þá online á heimasíðunni hans HÉR. :)



M








Margrét

Code Egg

Rosa flott umbúðahönnun á súkkulaði-eggjum. Limited edition "Huevo Código" (Code Egg) eftir súkkulaði-listamanninn, einsog hann kallar sig sjálfur, Rubén Álvarez. Hægt að skoða betur HÉR.


Pant fá svona páskaegg í ár!!






Margrét.

Sunday, February 26, 2012

Gjafapappír

Það er svo gaman að pakka gjöfum fallega inn. Setja í fallegan pappír og skreyta. Ég fann fína búð á netinu sem selur gjafapappír, gjafabox og borða, check it out :) Paper source.








Og ég stollt með pakka gærkvöldsins sem ég og Magga pökkuðum inn.

Friday, February 24, 2012

Natural Station - Yukari & Johan

Og meira um Stockholm Furniture Fair þá sýndu þessu tvö á sýningunni. Saman mynda þau hönnunarteymið Natural Station. Þau vilja auðga líf með hversdagslegum hlutum af góðum gæðum og nota aðeins náttúruleg efni. Eitthvað sem allir vöruhönnuðir ættu að taka sér til fyrirmyndar.



Þetta er ótrúlega sniðug hugmynd (verst að ég fékk hana ekki á undan þeim).
Svo eru þau líka með þennan æðislega blómavasa.


Thelma



Það er farið að styttast í sumarið...ég er viss um það. Þetta eru sumarlitir fyrir 2012

Thelma

Therese Westman

Therese Westman er vöruhönnuður og innanhúsarkitekt sem kláraði Beckmans í Stockholmi í fyrra. Hún var að sýna á Stockholm Furniture Fair núna í ár. Sniðug hugmynd en sorglegt hvað lokaniðurstaðan er ljót, þessi pastellitur drepur mig. Hann gengur bara ekki uppí þessu verki og ég sem elska vanalega pastel.



Thelma
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...