Wednesday, February 15, 2012

Ég hef vægast sagt enga hæfileika þegar það kemur að því að setja eitthvað í hárið á mér annað en tagl, jú ég „lærði“ reyndar að setja tagl og flétta í sumar, grín laust þá var ég mega stolt af mér að ná því. Svo er varla þverfóta fyrir innblástursmyndum af gorgeous hárgreiðslum á netinu og ég fyllist alltaf öfund en öfundin er ekki meiri en svo að ég hef enga þolinmæði í að ná að gera þessar greiðslur í mig. Kannski nennið þið því?







Mér hefur tekist að gera þessa greiðslu hérna fyrir ofan með því að nota opnanlegan „kleinuhring“. Hjá mér getur það tekið mig nokkrar tilraunir að ná því virkilega föstu þannig að ég gef farið í vinnuna mína og komið heim 12-15 tímum seinna og greiðslan pikk föst. Ég hef líka gert þetta þar sem mér tókst þetta ekki nægilega vel og var því allan vinnudaginn að laga greiðsluna og það er gjörsamlega óþolandi.


Ég hef prófað þessa greiðslu í miðjunni...hún er flott og eiginlega ástæðan fyrir því að ég fór og lét lita á mér hárendana. Kjáninn ég reyndi líka við greiðsluna lengst til hægri en tókst ekki. Vildi meina að ég væri með of þunnt hár fyrir hana. Hún er samt svo elegant og flott greiðsla að ég ætla að reyna aftur.

Ég er búin að safna af linkum sem eru annað hvort innblásturs eða tourturial svo ENJOY!




No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...