Pönnur, pottar og önnur eldhúsáhöld hafa nú sjaldan vakið áhuga minn. Í sumar á rölti mínu um Stockholm rakst ég á fallegasta sett sem ég hef á ævi minni augum litið og en þann dag í dag líður varla vika án þess að ég hugsi um það. Ég er að sjálfsögðu að tala um Le Creuset. Það er til í öllum heimsins fallegustu litum. Ég er búin að velta því fyrir mér í smá tíma, afhverju og hvort ég í rauninni vilji hafa allt svona litríkt hjá mér í eldhúsinu. Svarið er bara JÁ. Maturinn verður svo girnilegur og allar borðskreytingar verða hreinlega bara óþarfar, að geta bara borið matinn inn beint úr ofninum er líka uppvaskssparandi. Hafa enga reglu á litasamsetningunum er spennandi. Ég vil meina að Spánverjinn í mér sé að tala. Þið munið kannski að ég er að safna
Teema borðbúnaðinum, það mun því vera nóg um liti í eldhúsinu á framtíðarheimilinu mínu.
Ég er búin að ákveða að það fyrsta sem ég mun fá mér verður fat í þessum tæra bláa lit.
Hvort sem þú viljir styrkja gott málefni eða koma ástinni á óvart á valentínusardaginn eru þeir með lausnina.
Ég hef lesið nokkrar umfjallanir um þetta sett og þær eru mjög góðar. Ég vona að mér muni endast ævin til að ná að safna mér þessu því ekki er þetta gefins. Mikið af myndunum voru fengnar
héðan, sem er reyndar efni í annan póst.
Thelma
No comments:
Post a Comment