Matur var borðaður með fingrum til 16 aldar en svo fór fólk að ganga um með sín eigin hnífapör sem voru úr tré. Silfurhnífapör voru ekki fundin upp fyrr en seint á 17 öld í Frakklandi. Þau voru fundin upp til að sýna stéttaskiptingu og ríkidæmi. Það voru hinsvegar Englendingum sem fengu hugmyndina að láta gera borðbúnað og um 1800 fór það að verða vinsælt að vera með marga gaffla og hnífa í máltíð. Áður höfðu sömu hnífapörin verið notuð í gegnum alla réttina. Gafflar og skeiðar komu fyrst, þær voru litlar og aðeins með 3 tindum.
Til að sjá eyðslu á gaffli á að líta á tindana (tindar eru það sem maður notar til að stinga í matinn), ef þeir eru bogadregnir er það merki um mikla notkun. Í gamla daga var sagað framanaf þeim þegar þeir voru orðnir eyddir. Það er ein af ástæðunum fyrir því að tindarnir eru svona langir. Ýta á tindunum í borðið til að sjá ástandið á þeim, þeir sveigjast auðveldlega ef þeir hafa verið notaðir mikið (silfrið þunnt) og einnig ef tindarnir eru beittir. Tindarnir eyðast oft á vinstri hliðinni þar sem þeir eru fyrir álagi á diskunum.
Blöð á silfur hnífum eru úr stáli. Þau voru oft slípuð eða skipt út en það var gert við skilin á blaðinu. Þegar hnífapör fóru að verða vinsæl varð einnig vinsælt að hafa handföngin úr pósturlíni, beini, hornum og fílabeinum.
Á 17 öld voru hnífapör látin snúa niður til að sýna greftrun og skjaldamerki eigenda sinna. Um 1800 snérust hnífapörin við og fóru að vera með miklum mynstrum. Á sama tíma jukust tindarnir úr þrem í fjóra. Hnífapör sem ennþá eru geymd í upprunalegu kössunum sínum halda meira verðgildi. Um 1900 var farið að blanda saman efnum, siflur, kopar og brons. Efnaminna fólk bar áfram hnífapörin á sér í veislur og boð. Þau voru annaðhvort með skúrgang til að taka í sundur eða gengu inní skaptið.
Hnífapör eru oft hönnuð með umhverfið í huga en ekki notkunina. Að það sé þægilegt að halda á þeim og nota. Hnífapör þurfa að líta vel út eitt og sér og í setti. Það sem þarf að hafa í huga er að þau fari vel í hendi, passi við matinn, passi í munn og fari vel á borð. Auðvelt verður líka að þrífa þau. Að borða með hnífapörum er lærð hegðun, afhverju eru þá hnífapörin eins og þau eru?
Thelma
No comments:
Post a Comment