Friday, April 27, 2012

MAY 28th

Í dag tókum við Thelma gott föstudagslabb inní hinar helstu búðir sem laugarvegurinn hefur uppá að bjóða. Einsog oftast „mátti“ maður bara horfa og máta að þessu sinni en það bættist margt á óskalistann fyrir sumarið. Ég hef alltaf verið úrasjúk og á stórt safn af úrum, sem ég hef nú ekki verið dugleg að nota - flest orðin batteríslaus. En maður getur alltaf við sig úrum bætt :)

Þetta fallega eða réttara sagt - Þessi fallegu úr rákumst við á og varð ég strax ástfanginn af þeim.
Merkið heitir MAY 28th og kemur frá Lettlandi.
Falleg - einföld - klassísk - stílhrein og á viðráðanlegu verði. Ýmsar útgáfur af þeim með allskonar „bakgrunni“. Ég held ég sé komin með eitt í augastað, en það er rosa erfitt að velja eitthvað eitt fallegt - en þá bara að leyfa sér 2 stykki til skiptanna 8)

HÉR  er hægt að skoða nánar á heimasíðu þeirra og hér koma nokkur af mínum uppáhalds..


M



























2 comments:

Vala said...

Blómaúrið er æði

Margrét said...

Jáh! Blóm eru að blómstra þetta árið heldur betur :D

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...