Wednesday, January 30, 2013

Happy lights

Happy lights eru alveg æðislega falleg ljós/ ljósasería sem eru hönnuð í Belgíu. Ég hef rekist á þau hérna í Svíþjóð á nokkrum heimilum og þau eru alltaf jafn falleg og gera svo margt fyrir heimilið. Held þau væru fullkomin til að gera mitt litla herbergi hérna úti aðeins meira huggulegt í skammdeginu. Það skemmtilega við þau er að maður getur valið boltana sem fara á ljósin og því gert sitt eigið ljós eða keypt tilbúnar einingar. Ljósin fást meðal annars í Ólátagarði, en þar er hægt að velja kúlur.













Thelma

2 comments:

Sæja said...

Ég er hjartanlega sammála að þessi ljós er óskaplega falleg.

En nú ætla ég að vera leiðileg. Það pirrar mig nefnilega hrikalega að hjónin sem eiga þetta fyrirtæki eigni sér þessa hönnun. Þegar ég var á ferðalagi í Tælandi fyrir fjórum árum fengust svona seríur á öllum mörkuðum á ,,skít og kanil" og keypti ég nokkrar. Ég sá þau líka í Kolaportinu fljótlega eftir að ég kom heim.
Svo það má alveg geta sér til um hvaðan þessi ágætu hjón fengu hugmyndina og jafnvel hvar ljósin eru framleidd.
Æ mér finnst bara leiðilegt þegar fólk hagnast á hugmyndum/vörum annarra.

Takk annars fyrir skemmtilegt blogg. Ég lít reglulega hingað inn til að horfa á og lesa um fallega hluti.
Kv. Sæja

Thelma Hrund said...

Takk fyrir póstinn, gaman að heyra frá fólki sem kemur reglulega og er ánægt með síðuna:)

í sambandi við stolna hönnun þá finnst mér það svo flókið. Ég er alveg sammála þér með að það er óþolandi þegar fólk eignar sér annarra hönnun! Mögulega (þá bara mögulega) er þetta ekki stolið og þau hönnuðu þetta en hafa ekki gert nægilega góða heimavinnu með að skoða markaðinn, því þetta er nú ekki flóknasta hönnun í heimi.
Ég hef sjálf hannað og smíðað hlut og átt hann bara heima í skúffu og svo allt í einu sé ég hann í framleiðslu og finnst ég þá ekki getað verið með minn lengur því þá heldur fólk að ég sé að herma eftir en ég veit það best sjálf að svo er ekki.

Ég vona að þú skiljir hvert ég er að fara með þessu...Að stela hönnun er glæpur, en stundum held ég að maður þurfi að setja möguleika um að hlutirnir hafi verið hannaði á sama tíma.

Bestu kveðju, Thelma

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...