Ég hef bara ekki sofið rótt eftir að vinkona mín hér í útlandinu tilkynnti mér góð kaup á Eames stólum. Ég væri svo til í svoleiðis kaup, en þá flækjast málin, ég er algjör stóla fan og væri til í að hafa heimilið mitt að einu stólasafni, þá væri ég sátt. Vandamálið er hinsvegar, myndi ég vilja lit eða ekki, á hann að vera stór eða bara venjulegur eða kannski ruggustóll? Ég veit ég vil tréfætur en meira veit ég ekki. Ég veit hinsvegar hvaða stóla ég vil helst hafa með og þegar/ef þetta mismunandi gerðir stóla trend verður þreytt þá skelli ég bara þeim í mismunandi herbergi í stóra tilvonandi húsinum mínu. Þið eruð að skilja, right?
Hérna er allavegana smá sýnis horn yfir drauminn!
Mér finnst þessir tveir verða að vera hvítir
Tekk maur hefur tilfinningargildi fyrir mig, þar sem ég sat alltaf á svona hjá ömmu og afa. Hann er samt kannski bestur í eldhúsi frekar en við matarborð
Ég veit ég er að gleyma einhverjum og mun skammast mín mjög þegar ég fatta það... :)
En hérna er allavegana sýnishorn og kannski smá svo ég geti náð áttum í draumum mínum.
Thelma
2 comments:
Vá hvað ég er þér hjartanlega sammála, það er engin leið á að velja bara eina týpu!
Núna er ég að spá...ef ég fæ mér eames, hversu marga...þetta er never ending story :)
Post a Comment