Friday, April 19, 2013

Bleikir ilmar

Mitt fyrsta uppáhalds ilmvatn var Lovely frá Sarah Jessica Parker (ég er með fáránlegt craving í bodylotion og sturtusápuna en hún er ekki framleidd lengur :S), ég notaði það í mörg ár þangað til ég skipti því út fyrir Marc Jakobs ilmvatn Daisy Eau So Fresh og frá því lá leiðin í Channel Eau tender, það er samnefnari með öllum þessum ilmvötnum, flöskurnar eða grafíkin er alltaf bleik. Undirtónarnir eru alltaf blómkenndir en mis sterk ilmvötnin.


Ég sá um daginn ilmvatn í sölubæklingnum í vinnunni minni, Chloé og heitir Love. Flaskan var svo girnileg og ilmvötn sem ég hef áður fundið frá þeim mjög góð. Ég er því mjög spennt fyrir þessum ilm. Ég byrjaði að googla og fann æðislega síðu sem segir frá hvaða ilmir eru í öllum mögulegum ilmvötnum. Ég fann mína gömlu ilmi og sannreyndi með þessum og þeir áttu bara ansi vel saman. Flaskan er kannski ekki bleik en kemst nálægt því. Ég mæli með því að þið skoðið þessa síðu ef þið hafið áhuga á að komast að því hvað er í ykkar ilmum eða ilmvötnum sem ykkur langar í.
Ef þið hafið einhverja reynslu af þessum Chloé ilm meigið þið endilega deila því hérna með mér :)

Thelma 

No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...