Ef þið ferðist mikið um heiminn ættuð þið að þekkja þessa vöru. Hún er hönnuð af svíjunum Sven-Eric Juhlin og Maria Benktzon árið 1987 með svokallaða vinnuvistfræði í huga og var hönnuð af ósk SAS. Þar sem ég starfa sem flugfreyja á sumrin hef ég einmitt oft velt fyrir mér með þessa könnu hvað hún er fullkomin í það sem hún er ætluð, ólíkt mörgu öðru um borð í vélum (það væri góð og löng ritgerð). Þessi kanna er hönnuð með umhverfi flugliða í huga, það til að mynda sullast ekki úr þessum potti þar sem það er "sullu" stoppari. Hann fer vel í hönd og þyngdarpunkturinn á könnunni er réttur, þegar kannan er full heldur maður efst í handfangið en færir svo hendina niður á við eftir því sem tæmist úr henni. Það er til að mynda mjög auðvelt að rétta úr hendinni niður á við án þess að sulla, sem er mjög mikilvægt enda getur verið erfitt að halda á könnu í 90 gráður halla í langan tíma. Ástæðan fyrir sporöskjulaga botni er sú að það er auðveldara að rétta hendina fram með fulla könnu og reynir sem minnst á úliðinn. Þessi kanna er notuð í yfir 30 fyrirtækjum og er til sýnist á Moma museum svo eitthvað sé nefnt. Ég skil eiginlega ekki afhverju hún er ekki í almennri sölu.
Kannan á vinstri myndinni er eins og hún var en hún þótti of þung og ómeðfærileg. Frábær þegar svona vel tekst til.
Hérna er viðtal við hönnuðina á sænsku ef þið viljið meiri upplýsingar.
http://www.designarkiv.se/Film1/SVF000097/
Thelma
No comments:
Post a Comment