Thursday, April 18, 2013

SAS coffie pot - með vinnuvistfræði í huga

Samviskubitið fer með mig þegar mér tekst ekki að blogga með reglulegu millibili. Ég og Margrét höfum bara staðið báðar í ströngu uppá síðkastið, vonandi er okkur fyrirgefið. Þennan póst hef ég ætlað að klára lengi en er kannski smá viðeigandi að ég klári hann núna þegar ég er að koma heim eftir endurnýjun á flugskýrteni mínu.

Ef þið ferðist mikið um heiminn ættuð þið að þekkja þessa vöru. Hún er hönnuð af svíjunum Sven-Eric Juhlin og Maria Benktzon árið 1987 með svokallaða vinnuvistfræði í huga og var hönnuð af ósk SAS. Þar sem ég starfa sem flugfreyja á sumrin hef ég einmitt oft velt fyrir mér með þessa könnu hvað hún er fullkomin í það sem hún er ætluð, ólíkt mörgu öðru um borð í vélum (það væri góð og löng ritgerð). Þessi kanna er hönnuð með umhverfi flugliða í huga, það til að mynda sullast ekki úr þessum potti þar sem það er "sullu" stoppari. Hann fer vel í hönd og þyngdarpunkturinn á könnunni er réttur, þegar kannan er full heldur maður efst í handfangið en færir svo hendina niður á við eftir því sem tæmist úr henni.  Það er til að mynda mjög auðvelt að rétta úr hendinni niður á við án þess að sulla, sem er mjög mikilvægt enda getur verið erfitt að halda á könnu í 90 gráður halla í langan tíma. Ástæðan fyrir sporöskjulaga botni er sú að það er auðveldara að rétta hendina fram með fulla könnu og reynir sem minnst á úliðinn. Þessi kanna er notuð í yfir 30 fyrirtækjum og er til sýnist á Moma museum svo eitthvað sé nefnt. Ég skil eiginlega ekki afhverju hún er ekki í almennri sölu.


Kannan á vinstri myndinni er eins og hún var en hún þótti of þung og ómeðfærileg. Frábær þegar svona vel tekst til.

Hérna er viðtal við hönnuðina á sænsku ef þið viljið meiri upplýsingar.
http://www.designarkiv.se/Film1/SVF000097/

Thelma

No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...