Sunday, April 21, 2013

Mac kinnalitir - aldrei aftur limited edition?

Ég lenti í því að allt í einu voru allir kinnalitirnir mínir búnir á sama tíma og það sem verra var að uppáhalds liturinn minn sem hafði bara verið gerður í takmörkuðu upplagi var að klárast. Þetta er litur sem allar vinkonur mínar keyptu á sínum tíma og allar keyptum við byrgðir þegar við fréttum að hann yrði ekki til endalaust. Ég fór í Mac til að finna einhvern álíka en ég bara fann engan og fór hálf leið heim. Það er þá sem google hæfileikarnir mínir fá að njóta sín og núna eru tvö stykki á leiðinni til mín. Ég og Margrét vorum að ræða þessa óþægindarstöðu og þá barst í tal að kannski væri bara best að kaupa upplagið, 12 stk. Okkur þótt reyndar fullgróft að eyða 30.000 kr í kinnalit en ég hef tekið gleði mína á ný að þurfa ekki að spá í þessu lúxusvandamáli lengur (í bili að minnsta kosti).

Það er þessi flirt & tease sem var bara gerður í ákveðnu upplagi. Mjög dökkur og þarf að fara varlega þegar hann er borin á, en svo fullkomin fyrir kvöldförðun.

Ég er lítið að breyta útaf vananum og 3 skiptið sem ég kaupi þennan Pink swoon, hann er svo fínn fyrir dagsförðun

En til að rokka hlutina aðeins upp og fagna sumrinu kom þessi Peaches líka með. Núna er ég sátt!

Sá lærdómur sem má draga af þessu er að versla aldrei limited edition í snyrtivörum. Eða hvað?

Thelma

No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...