Ég hef áður minnst á íslenska ljósmyndarann
Hörð Ingason sem er að gera það gott í Köben. Ég var að skoða heimasíðuna hans í kvöld og rann augun í þessa sjúku skartgripi og var ekki lengi að fletta þeim aðeins meira upp. Merkið heitir
facon facon og er eftir danska skartgripahönnuðinn Charlotte Christina Larsen en hún kláraði gullsmíðanámið í köben árið 2011 með fyrstu einkunn. Hún er klárlega einhver sem ég ætla að fylgjast með og óska mér svo sem einn eða fleiri grip eftir hana.
Thelma
No comments:
Post a Comment