Thelma
Saturday, March 10, 2012
Domaine de Boisbuchet
Ertu að læra hönnun, ertu lærður hönnuður eða hefur áhuga á hönnun þá er Domaine de Boisbuchet eitthvað fyrir þig. Þetta er skóli sem er starfræktur yfir sumartímann í Frakklandi. Maður velur viku og viku námskeið í einu (maður hefur eflaust bara efni á einni viku) svokallað work shop. Þar eru þema sem kennarar fara eftir og kenna. Sigga Heimis er t.d búin að kenna þarna í mörg sumur. Ég fór á fyrirlestur um þetta í LHÍ í vikunni og þetta var draumi líkast. Þetta er búgarður með öllu til alls, 2 tíma frá París. Risastórt vatn sem er hægt að baða sig í og oftast mjög gott veður, maður vinnur mikið í þessum work shop-um en hefur líka tíma til að slaka á og njóta þess að vera í þessari sælu. Maður er ekkert að skjótast í sjoppu enda engin nálægt. Maður hittir fólk frá öllum heimshornum og lærir af þeim. Ég held að allir á þessum fyrirlestri séu farnir að leggja fyrir. Þig verðið að skoða þetta. Ekki er nauðsynlegt að vera í hönnun (áhugi hinsvegar æskilegur :)). Það hafa allir flottustu hönnuðir verið á þessu námskeiði, svo sem Ron Arad og Tom Dixon. Ég fann engar myndir frá work-shopi en þig getið skoðað síðuna og fáið eflaust góða tilfinningu fyrir þessu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment