Saturday, March 3, 2012

Droog design

Droog design er hönnunarstúdío með höfuðstöðvar í Hollandi.  Droog design var stofnað árið 1993 á sýningu í Milanó af Gijs Bakker og Renney Ramakers. „Droog er með úrval af fylgihlutum, ljósum, húsgögnum og studío verkum sem eiga að breyta upplifun þinni á daglegu líf.“ Þetta hönnunarstúdíó hefur hannað ansi merkilega hluti sem hafa haft mikil áhrif á hönnunarsöguna. Merkir hönnuðir hafa unnið verkefni fyrir þau, meðal annars Hella Jongerius og Jurgen Bey.

Þetta er dyrabjalla - ef ljósið brotnar er hægt að setja nýtt.
Peter van der Jagt.


Kreditkort - Ineke Hans

Vaskur úr silíkoni (hægt að beygla og beygja).
Eftir mína uppáhalds Hella Jongerius.

 Vatnshelt útvarp (fæst í Aurum)
Marc Bertier.

Það eru nú til aldeilis margar eftirhermur af þessu ljósi.
Rody Graumans

Lee Sang Gin

Þetta ljós verður mine eftir smá...það er aðeins of fallegt!
Eric Therne


Þetta er nú frægt verk - Tejo Remy

Kokon stóll eftir Jurgen Bey.

Þegar þið sjáið þetta þá þekkið þið eflaust mikið af þessum verkum. Það eru til margar eftirlíkingar og/eða margir hönnuðir hafa sótt innblástur sinn í þessa hönnuði. Ég vil bara benda á að þegar þessar vörur komu á markað eru sjaldan einhverjar þeim líkar til.




No comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...