Ég horfði á rosalega góða heimildarmynd á RÚV (linkur á heimildarmyndina) sem heitir Waste Land. Um fólk í Braselíu sem vinnur á ruslahaugum við léleg skilyrði. Fólkið vinnur við að flokka heimilissorp, taka plastflöskur og álföskur úr rusli. Virkilega ógeðslegt og léleg laun sem fólk fær. Vik Muniz ljósmyndari fór á haugana og tók myndir af fólkinu. Fékk svo fólkið með sér í studio og þar raðaði fólkið rusli eftir myndunum. Hann tók síðan mynd af því og seldi á uppboði. Allur ágóðinn fór beint til félags ruslahaugarmanna (veit ekki hvernig maður orðar það). Myndirnar voru mjög vel heppnaðar.
Thelma
No comments:
Post a Comment